Friday, January 11, 2008

Ársuppgjör 2007 - Kristín Gróa

Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?



Bob Dylan var magnaður í Gautaborg og ég get eiginlega ekki annað en minnst á Glastonbury því það var æðislegt í alla staði þó hápunktarnir hafi tvímælalaust verið Arcade Fire og Beirut. Ég get varla gert upp á milli en held að Arcade hafi vinninginn... ég meina sjáið bara þessa klippu. Geðveikt!

Arcade Fire live á Glastonbury 2007


Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?


Úff það er orðið dálítið erfitt að uppgötva eitthvað gamalt en ég afrekaði það þó að kaupa plötuna Forever Changes með Arthur Lee og félögum hans í Love sem ég hafði aldrei hlustað á áður. Lagið Alone Again Or er yfirleitt ofarlega á bestu lög ever listum en það hafði ég bara aldrei heyrt fyrr en ég keypti plötuna. Kreisí. Allavega þá er þetta auðvitað alveg killer plata og hún hefur ósjaldan fengið að hljóma á árinu.

Love - Alone Again Or

Hver voru mestu vonbrigði ársins?


Our Love To Admire með Interpol. Ég var mjög spennt fyrir þessari plötu en svo fannst mér hún eitthvað svo óspennandi. Ég hef hingað til verið mjög mikill Interpol aðdáandi en þessi plata kveikti bara ekkert í mér sem er synd og skömm. Ég er alls ekkert að segja að þetta sé léleg plata en ég varð samt fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hana.

Interpol - The Heinrich Maneuver

Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?


In Rainbows með Radiohead. Ég verandi svo skelfilega gamaldags og uppfull af þvermóðsku halaði plötunni aldrei niður þegar hún var gefin út á þennan umdeilda hátt í haust. Mér finnst ég hlusta eitthvað svo vitlaust á plötur þegar ég er bara með þær í tölvunni, fer að spóla yfir lög og heildarmyndin fer alveg framhjá mér. Tilhugsunin um að tónlist verði bara á stafrænu formi fer alveg með mig því mér þykir svo gaman að kaupa einhvern físískan hlut sem ég get svo "átt" og hlustað á. Ég keypti plötuna annars loksins um síðustu helgi og hún lofar góðu svo jeijj.

Radiohead - House Of Cards

Hver var bjartasta vonin?


Það komu út rosalega margar góðar debut plötur á árinu svo þetta er ekki auðvelt val. Ég held ég verði þó að segja The Besnard Lakes sem áttu eina af bestu plötum ársins. Það verður virkilega spennandi að heyra eitthvað meira frá þeim. Ég er líka alveg heilluð af þessu plötucoveri, mér finnst það svakaflott.

The Besnard Lakes - Disaster

Bónusspurning: Hvaða plata kom þér mest á óvart á árinu?


Friend Opportunity með Deerhoof. Hafði aldrei fílað þau neitt sérstaklega, fannst þau eitthvað of fríkíkrútt eitthvað og var búin að ákveða að þau væru að rembast við að vera skrítin. Einhverra hluta vegna keypti ég þó þessa plötu og ég er alveg ótrúlega fegin. Ekki nóg með að þetta sé alveg mögnuð plata heldur opnaði þetta líka eyru mín fyrir eldra dótinu þeirra sem er vissulega skrítið... en það er meira spunnið í það en ég hélt. Svona getur manni skjátlast.

Deerhoof - Matchbook Seeks Maniac

1 comment:

Krissa said...

Ahh ég get ekki horft á Arcade Fire brotið án þess að vera með kjánalegt bros út að eyrum og fá gæsahúð! Þetta var bara of! Og ekki verra að sjá þetta alltsaman í hópnum okkar ;)

Fer alveg að koma febrúar, þá getum við skráð okkur fyrir næsta Glasto ;)