Thursday, January 10, 2008
I'm Not There
Ég og Vignir skámáglingur fórum í menningarferð á Hverfisgötuna í gærkvöldi þar sem við horfðum á myndina I'm Not There í Regnboganum. Myndin er byggð á ævi Bob Dylan en var meira abstrakt en ég bjóst við. Þetta er ekki beint ævisaga hans heldur meira svona pælingar í persónu hans. Það hefur vakið mikla athygli að margir leikarar leika hann en karakterarnir eru ekki allir beint hann sjálfur heldur eru þeir í svipuðum aðstæðum og í svipuðu hugarástandi og hann. Ég held reyndar að það hafi hjálpað mér gríðarlega að þekkja hans sögu vel því ég fattaði tilvísanirnar og gat því notið myndarinnar án þess að vera sífellt ringluð. Ég mæli engu að síður með myndinni fyrir alla, nema kannski þá sem þola ekki Bob Dylan :)
Það er auðvitað alveg rosalega góð tónlist í þessari mynd og það kom mér nokkuð að óvart að meginuppistaðan eru orginalar fluttir af Bob Dylan sjálfum en ekki coverlög. Soundtrack myndarinnar er nefnilega stjörnum prýtt en allt eru það cover lög (utan eitt) og fæst þeirra koma fram í myndinni. Antony & The Johnsons, Cat Power, Sufjan Stevens, Calexico, Sonic Youth, Yo La Tengo, Stephen Malkmus og Jeff Tweedy eru bara brot af þeim sem eiga lög á plötunni og þó útgáfurnar séu dálítið hit and miss eins og við er að búast þá er þetta í heildina mjög eiguleg plata.
Antony & The Johnsons - Knockin' On Heaven's Door
Cat Power - Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
Labels:
Antony And The Johnsons,
Bob Dylan,
Cat Power,
kvikmyndir,
músíkblogg
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment