Monday, December 17, 2007

Daft Punk Alive 2007

Frönsku vélmennin í Daft Punk voru að gefa út fyrstu live plötuna sína nú á dögunum, Alive 2007. Er stykkið alveg frábært og skylda í eyrun á öllum dansipjökkum, dansipíum og forriturum.Ég er ekki á því að þessi plata sé skyldukaup fyrir alla yfirmenn í hugbúnaðargeiranum þar sem að þessi tónlist virðist auka afköst um helming í hið minnsta.

Platan flæðir alveg ótrúlega vel og greinilegt að Alive tónleikaferðin hafi alveg staðið undir hæpinu og hrósinu sem hún fékk. Platan hefur allavega hent Daft Punk inn á Top 3 listann minn yfir bönd sem ég verð að sjá áður en ég dey.

Ég set hérna inn tvö lög af plötunni. Ég var að spá að setja inn seinasta lagið á plötunni af því að það er það langbesta á plötunni en ég fattaði að það passar samt ekki alveg svona inn sem stakt lag þar sem að það er í raun endapunkturinn á þessum tónleikum og er hápunktinum náð þar og finnur maður ekki alveg 100% fyrir því ef maður hlustar bara strax á lagið. Þetta væri því eins og að fá þyrluferð upp á Mt. Everest, ekki það sama og að ganga þangað.

Daft Punk - Touch It - Technologic
Daft Punk - One More Time - Aerodynamic - Aerodynamic Beats - Forget About the World

1 comment:

Unknown said...

aaaalgjört möst sí tel ég.

ég tók þetta myndband á Pukkelpop í Belgíu 2006 - besta afþreyingarupplifun ever.

http://youtube.com/watch?v=XiEMqjpVxew