Friday, December 28, 2007

Topp 5 lög ársins 2007 - Vignir

5. Of Montreal - The Past is a Grotesque Animal
Löng lög sem ná yfir 8 mínútur eru alltaf frekar erfið meðhöndlunar, sérstaklega ef sama gítarstefið er í gegnum næstum allt lagið. Kevin Barnes gerir þetta þó með algjörum glans. Ú-ú-ið dettur inn á hárréttum tíma og flottar krúsídúllur halda athygli manns á meðan Kevin Barnes gerir upp gamla drauga og horfir til framtíðar
You've lived so brightly
You've altered everything
I find myself searching for old selves
While speeding forward through the plate glass of maturing cells

4. Arcade Fire - My Body is a Cage
No Cars Go situr fyrir utan listann þótt að það sé klárlega langbesta lagið af Neon Bible vegna þess að það er í rauninni ný útsetning á eldra lagi. My Body is a Cage er hins vegar alveg ótrúlega flott lag sem ég held að hafi farið framhjá mörgum. Frábær endir á frábærri plötu. Hljóðfærin detta inn eitt af öðru og rólegur taktur er í bakgrunninum. Svo allt í einu á 2:10 klessir hljóðveggurinn á mann og maður er alveg gripinn. Takturinn færist nær og nær forgrunninum og áður en maður veit af eru hendurnar farnar að tromma á allt sem er nálægt manni.

3. M.I.A. Bamboo Banga
Svona á að byrja plötur! M.I.A. lætur okkur vita að hún er bilaðslega svöl og leyfir okkur að heyra hvernig hún ætlar að hafa hlutina á þessari plötu. Trylltur taktur og svalleiki. Þegar maður heyrir
Coz I'm sitting down chillin on gun powder
Strike match light fire, who's that girl called Maya
M.I.A. coming back with power power
I said M.I.A. is coming back with power power
þá er málið dautt, lagið á mig.

2. Radiohead - All I Need
Radiohead komu með nýja plötu á árinu og gáfu manni ekki einu sinni sjéns á að vera spenntur. Maður var varla búinn að fagna því að það væri að koma ný Radiohead plata þangað til að maður fékk endagripinn í hendurnar. Við tók einhver rosalegasta repeat hlustun seinni ára. Þótt heildin sé alveg ótrúlega sterk fór maður að taka eftir nokkrum hápunktum. Þetta lag varð strax uppáhalds lagið mitt af plötunni og heldur enn þeim titli. Virkilega fallegt lag með fallegum texta Thom Yorke um það að vera í sambandi með einhverjum sem manni finnst vera svo frábær að manni líður eins og að maður sé bara skordýr við hlið þeirra.

I am a moth
Who justs wants to share your light
I’m just an insect
Trying to get out of the dark
I wanna stick with you, because there are no others

1. Battles - Atlas
Besta lag ársins! Punktur! Ég get sagt svo margt um þetta lag en þú bara verður að hlusta á það! NÚNA! Lagið byrjar á flottasta takti ársins og fer svo í gegnum uppbyggingu, niðurrif og uppbyggingu aftur. Gítarar, samplerar og önnur tæki spila svo vel saman að maður bara veit að þetta er örugglega svalasta lag í heimi á tónleikum. Söngurinn er effectaður í tætlur þannig að hann verður bara að auka hljóðfæri. Vá þetta er svo gott!

Ég verð bara að copy/pasta það sem Jeph Jacques(höfundur Questionable Content, lestu það núna frá byrjun) sagði á músíkblogginu sínu því ég get ekki sagt þetta betur en þetta:
Hands down, the heaviest tune of 2007. "Atlas" doesn't feature downtuned (or even particularly distorted) guitars, or scary demon-vocals, or hyper-technical double-bass drumming. It doesn't need any of that bullshit. It has John Stanier pounding out the most crushing drum beat this side of Led Zeppelin while the rest of the band builds and builds and builds and Tyondai Braxton's insanely pitch-shifted vocals hammer the melody into your brain, logic and reason be damned. This song causes neck injuries, car accidents, and cancer in lab animals. This song will simultaneously make you dumber and smarter. This song will take off three years of your life. Hyperbole aside, this song will probably make you sprain your neck, at the very least.

Þessi lög sátu svo rétt fyrir utan listann:
Arctic Monkeys - Do Me a Favour
Band of Horses - Is There a Ghost
Beirut - Nantes
Blonde Redhead - 23
Feist - 1 2 3 4
Feist - I Feel It All
Iron & Wine - Boy with a Coin
Liars - Plaster Casts of Everything
M.I.A. - Paper Planes
Of Montreal - Heimdalsgate Like A Promethean Curse
Of Montreal - Gronlandic Edit
Okkervil River - Our Life is not a Movie Or Maybe
Sprengjuhöllin - Verum í sambandi

No comments: