Friday, December 7, 2007

Topp 5 lög sem ég myndi covera - Kristín Gróa

Lög sem ég myndi covera hafa það sameiginlegt að vera í uppáhaldi og þannig að ég geti virkilega sungið þau og jafnvel spilað (hvorugt er sjálfgefið).

5. Neil Young - Pocahontas

Ég ætti nú eiginlega að setja Heart Of Gold þar sem það er eina lagið sem ég get spilað skammarlítið á gítar en mér finnst þetta bara fallegra og get svo sem klórað mig fram úr því að spila það.

4. The Beatles - Long, Long, Long

Það sleppur að covera Bítlalag ef það er nægilega obscure til að það þekki það ekki alveg allir. Útgáfan af þessu lagi á hvíta albúminu er líka svo lágstemmd að maður tekur ekki beint eftir því hvað þetta er rosalega fallegt lag svo það er hægt að gefa því nýtt líf í ábreiðu.

3. Songs:Ohia - Peoria Lunch Box Blues

Meira að segja ég hlýt að geta sungið þetta betur... ekki það að stúlkan syngi þetta beint falskt en hún hefur allavega alveg rosalega spes söngrödd.

2. The Knife - Like A Pen

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að það væri hægt að gera rosa töff acoustic útgáfu af þessu lagi. Ég á reyndar eftir að sannreyna það svo kannski verður það bara ömurlegt.

1. Fleetwood Mac - Storms

So I try to say goodbye my friend
I'd like to leave you with something warm
But never have I been a blue calm sea
I have always been a storm


Endum á downer. Sorglegt og hreinskilið breakup lag...

No comments: