Friday, December 14, 2007

Aksturslög - Zvenni

Bike - Pink Floyd

I've got a bike
You can ride it if you like
It's got a basket
A bell that rings
And things to make it look good
I'd give it to you if I could
But I borrowed it


Fyrsta almennilega reynsla mín við stýri ökutækis var á hjóli. Var átta ára er ég masteraði farartækið almennilega. Átti prýðis samstarf með því svo árum skipti.

The Passenger - Iggy Pop
I am the passenger
And I ride and I ride


Finn mig mikið í þessu lagi. Hef alltaf álitið mig meira sem farþega heldur en ökumann.

In the Backseat - The Arcade Fire
I like the peace
in the backseat,
I don't have to drive,
I don't have to speak,
I can watch the country side,
and I can fall asleep.


Sem farþegi er aftursætið afar þægilegt. Víðsfjarri áreitis umferðarinnar nýt ég landslags borga, bæja og sveita.

Magic Bus - The Who
Every day I get in the queue
To get on the bus that takes me to you
I'm so nervous, I just sit and smile
Your house is only another mile


Strætóinn, minn guli kafbátur, færir mig til og frá, í vinnu, í skóla, alls kyns ævintýri og heim aftur. Slappur, þreyttur, þunnur, skiptir ekki máli. Strætóinn sér um púlið. Minn helsti ökumáti.

Speeding Motorcycle - Daniel Johnston
Speeding motorcycle of my heart
Speeding motorcycle; always changing me
Speeding motorcycle, don't you drive recklessly
Speeding motorcycle of my heart


Ofsaakstur mótorhjóls hjarta míns þeytir mér áfram, veit sjaldan hvert það færir mig, hvar og hvort það stoppar. Hálfmeðvitundarlaus tel ég mér trú um að ég sitji við stjórnvöldin. Misskemmtilegt en aldrei litlaust.

No comments: