Monday, December 17, 2007

Loksins loksins Neil Young!


Mikið óskaplega er ég fáránlega glöð þessa stundina! Klukkan 8:57 sagði Zvenni mér að það væri að byrja miðasala á Neil Young tónleika í Kaupmannahöfn á slaginu 9. Í ofboði reddaði ég mér tveimur tónleikafélögum sem samþykktu það orðalaust að koma með mér og fimm mínútum seinna var ég búin að festa kaup á þremur miðum. Ég er sem sagt að fara að sjá sjálfan Neil Young spila á tónleikum 28. febrúar! Ég trúi þessu ekki! Eftir að ég fór á Bob Dylan tónleika í Gautaborg um páskana þá hefur það bara verið Neil Young sem var eftir á must-see listanum. Í tilefni dagsins skulum við hlusta á tvö lög með kallinum, annað af plötunni Chrome Dreams II sem kom út í haust og hitt af plötunni On The Beach sem kom út 1974.

Neil Young - Boxcar af Chrome Dreams II
Neil Young - For The Turnstiles af On The Beach

1 comment:

Krissa said...

Ahh þetta er svo mikil snilld!!! :D