Sunday, December 16, 2007

Topp 5 aksturslög - Krissa

Váá það er svo mikið af góðum aksturs- og roadtrip lögum til! Ég hefði getað valið 50 lög...eða jafnvel 100. Ákvað því bara að velja 5 lög sem ég tengi extra mikið við akstur af einhverjum ástæðum :)


The Postal Service - Such Great Heights

Við gerðum heiðarlega tilraun til að hlusta á Give Up með Postal Service þegar við vorum á leiðinni aftur til New York frá Montauk í janúar (hver fer til Montauk í janúar?!?). Það var svooo mikið myrkur og við vorum bara búin að fá smá pizzu að borða allan daginn (enda allt lokað í Montauk á veturna) þannig að þegar fyrstu tvö lögin voru búin bað Margrét okkur vinsamlegast að skipta um tónlist...hún var að keyra og hafði mestar áhyggjur af að hún myndi sofna undir þessu! Mér sem fannst það svo nice í myrkrinu...


Belle and Sebastian - Sukie in the Graveyard

Þetta er svona hressa lagið sem maður hlustar á þegar maður er að keyra í góðu veðri með skemmtilegu fólki í ævintýraleit :) Allavega man ég eftir að hafa sungið með þessu bæði í hringferðinni svaðalegu í fyrrasumar og þegar við fórum í stelpuferð á Aldrei fór ég Suður páskana 2005...báðar ferðirnar einkenndust af rosalega miklum akstri á rosalega litlum tíma, voru alveg hreint óbjóðslega skemmtilegar og lagið því vel viðeigandi!


Sufjan Stevens - Jacksonville

Jacksonville er fullkomið til að syngja og dilla sér með þegar maður er að keyra, innan- sem utanbæjar...


The George Baker Selection - Little Green Bag

Little Green Bag verður ævinlega aksturslag í mínum huga eftir að besti stóri bróðir í heimi ákvað að eyða smá tíma á sjó og leyfði mér, elstu litlu systurinni, að nota bílinn sinn óspart á meðan! Ég og grái Escortinn áttum óóótrúlega góðar stundir saman.

Einu sinni fór ég reyndar til Rvk á honum og þurfti að skrúfa niður við gjaldskýlið til að borga fyrir göngin og rúðan neitaði bara að fara upp aftur þannig að ég neyddist til að keyra í gegnum öll göngin með hálfopna rúðu. Og elsku litla krúttið eyddi svona á við meðal Hummer en mér var bara næstum alveg sama. Ég hafði aldrei átt bíl og mér fannst (og finnst) óendanlega gaman að keyra þannig að ég nýtti mér þetta óspart og einhvern veginn varð diskurinn sem byrjaði á Little Green Bag oftast fyrir valinu þegar ég valdi á hvað ég ætlaði að hlusta...æðislegt aksturslag!


Bright Eyes - Another Travellin' Song

Þetta lag er double trouble því það er bæði fullkomið syngja-með-aksturslag OG fullkomið hoe-down lag! Þessir tveir eiginleikar voru sameinaðir í fyrrasumar í roadtripi lífsins þegar hringurinn var keyrður á 2 sólarhringum, með 3 tónleikum, túristastoppum og almennum kjánaskap included!

Þetta lag var ansi oft sett á í þeirri ferð en best var skiptið sem við settum það á meðan við túristastoppuðum við Goðafoss á leiðinni frá Öxnadal til Borgarfjarðar eystri. Þá var hoe-downið tekið fyrir framan bílinn og uppskárum við þónokkur 'eru þau geðveik?' augnaráð fyrir. Það eru örugglega allavega 3 eldgamlir úgglendingar sem eiga kjána-hoe-down-dansi myndir af okkur í myndaalbúminu úti í Englandi og Þýskalandi en það er bara gaman. Verst að ekkert þeirra vildi vera með!
Fullkomið :)

No comments: