Númer 4... Dirty Projectors með Plötuna Bitte Orca
Bitte Orca er í fjórða sæti hjá mér, þetta er fimmta platan frá Dirty Projectors og sú lang besta. Lögin á plötunni eru meira popp en á fyrri plötum en það bitnar samt ekkert á gæðum tónlistarinnar, eins og gerist stundum hjá hljómsveitum sem reyna að verða hlustendavænni en áður. Aðalsprautan Dave Longstreth syngur meða svakalega mjúkri og tærri rödd en hefur greinilega gaman af því að semja laglínur sem eru hektískar og oft ruglingslegar, hann veður oft úr einu í annað. Lögin rísa og falla bara alveg eins og honum dettur í hug og fylgja ekkert endileg neinum hefðbundnum formúlum.
Skemmtilegur bónus fróðleikur: Ezra Koenig söngvari Vampire Weekend spilaði á saxófón á einum evróputúrnum hjá Dirty Projectors.
Lag:
Two Doves
og líka nýji singullinn þeirra:
Ascending Melody
Myndbönd:
Og svo eitt frá því þau unnu með Björk.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment