Friday, January 22, 2010

Topp 5 uppgjör - Georg Atli

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Eins og svo margir þá neyðist ég til að kvarta yfir lélegu tónleika ári, en ég náði samt nokkrum ansi góðum og þeir voru báðir í þessari rosa snjöllu tónleikaröð Manstu ekki eftir mér. Ég sá Megas og Senuþjófana flytja Millilendingu (hann var rosalegur!) og líka Ensími taka Kafbátamúsík það var gaman.




2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Í ár uppgötvaði ég loksins Beach Boys. Ekki það að ég hafi ekki vitað af þeim eða eitthvað svoleiðis en mér hefur bara aldrei þótt þetta vera neitt sérstaklega skemmtilegt en síðan loksins asnaðist ég til að fara að hlusta á þetta aftur og enn einu sinni og fannst það bara mjög skemmtilegt og Pet Sounds er geðveikt góð plata! Líka Ariel Pink, það voru nokkuð margar hljómsveitir sem sóttu innblástur í Ariel Pink’s Haunted Graffiti á árinu og hann fékk svona uppreisn æru, hann hefur reyndar bara verið að gefa út sólóplötur síðan 2003 þannig að hann telst kannski ekki vera gamalt.






3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Ég varð nú ekkert fyrir rosalegum vonbrigðum með neitt á þessu ári, nefni kannski helst plötuna með The Temper Trap, ég heyrði lagið Sweet Disposition í fyrra og hélt að það væri enn ein góð Áströlsk hljómsveit að koma en aldeilis ekki platan þeirra var ótrúlega léleg plata.... þetta er eins og nýja dótið frá U2 nema bara miklu lélegra (og mér finnst U2 í dag ekki vera góð hljómsveit).


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Neutral Milk Hotel. Ég er búinn að vera á leiðinni að hlusta á þetta í langan tíma en bara aldrei lagt í það.



5. Hver er bjartasta vonin?

Mér finnst The XX vera rosa efnileg og líka svíarnir í JJ, þau gáfu út tvær plötur í fyrra (JJ nº 1 og JJ nº 2) og í ár ætla þau að gefa út sína þriðju plötu sem að á að heita JJ nº 3. Og svo féll ég alveg fyrir annari plötu Wild Beasts og á eftir að fylgjast spenntur með næstu útgáfum. Ég held líka að hljómsveitin Fanfarlo (mjög Beirut-legt) eigi eftir að gera það ansi gott á næstu árum.




6. Bónusspurning að eigin vali: Hvaða plötum á árinu 2010 ertu spenntastur yfir?

Fullt af góðum plötum að fara að koma út:

Arcade Fire, The Strokes, Massive Attack, Frightened Rabbit, Yeahsayer, The Magnetic Fields, The National, Four Tet, MGMT, Panda Bear, Interpol, Fleet Foxes, Cat Power, Sleigh Bells, The Walkmen og fullt fullt fullt í viðbót

2 comments:

Kristín Gróa said...

Ókei Georg þetta er skandall... vinsamlega hlusta á Neutral Milk Hotel strax í kvöld!

Georg Atli said...

Já eiginlega en það versta er samt að ég er búinn að eiga In the Aeroplane Over the Sea inni á tölvunni minni í nokkur ár... bara aldrei hlustað almennilega á hana.