Friday, January 15, 2010

Topp 5 plötur ársins, númer EITT - Kristín Gróa


1. El Perro Del Mar - Love Is Not Pop

Þessi plata fékk aldrei neina sérstaka athygli eða umtal en hún greip mig og á einhvern hátt skipti mig máli. Svona eins og For Emma, Forever Ago skipti mig máli. Þetta er breakup plata með upphafi og endi en það óvenjulega er að hún er frá sjónarhóli þess sem vildi enda sambandið, ekki þess sem situr sár eftir. Þetta er frábær, hnitmiðuð concept plata sem maður fær ekki tækifæri á að fá leið á þar sem hún rétt skríður yfir hálftímann.

Fyrsta lagið, Gotta Get Smart, fjallar um fyrsta skrefið... að segja upphátt að þetta sé búið. I've got something to tell you... Don't wanna make you sad syngur Sarah Assbring með kökk í hálsinum og heldur áfram I gotta get smart and I'm done thinking it over. Þannig hefst það og næsta skref er í laginu Change Of heart þar sem hún efast og biður um hann aftur en hann hlustar ekki. Svona heldur þetta áfram þar til hún lýkur þessu á A Better Love þar sem hún virðist vera búin að sætta sig við að þetta var það besta og það réttasta í stöðunni...Honey, you deserve better than me... You deserve a better love than me. Ótrúlega hreinskilin plata.

El Perro Del Mar - Heavenly Arms

No comments: