Ég á yfirleitt rosalega erfitt með að velja þessa árslista og sérstaklega lög ársins! Það eru miljón trilljón lög sem maður hlustar á á einu ári og að velja úr þeim (og þá sérstaklega bara 5!) er næstum því bara kvöl. Ég ákvað að velja bara uppáhaldslögin mín af þeim plötum sem ekki komast inn á topp 5 plötur ársins listann minn (þannig að lög af plötum ársins eru undanskilin)... og svo nokkur lög til viðbótar.
Við byrjum á þeim lögum sem voru næstum því á listanum:
Jay-Z - D.O.A. - Hvernig ætli rappið verði á næstunni þegar kóngurinn er búinn að tilkynna það að Auto-tune sé hallærislegt??
Bat For Lashes - Daniel/Glass/Sleep Alone - allt alveg jafn góð lög get ekki valið á milli
Julian Casablancas - 11th Dimensions eða bara eitthvað af plötunni hans hún kom öll rosa mikið skemmtilega á óvart.
Raekwon - House of Flying Daggers - Besta lagið sem hefur komið frá einhverjum úr Wu- Tang Clan í langan tíma (án þess þó að allt hitt hafi verið lélegt)
Yeah Yeah Yeahs- Zero Vanmetin Plata
The Temper Trap - Sweet Disposition - Gott lag af plötu sem olli mér rosalega miklum vonbrigðum (spáði bandinu mikilli velgengni í fyrra)
Peter, Björn & John - Nothing to Worry About - Mega hresst lag
Animal Collective - My Girls - Ég verð bara að viðurkenna að ég er ekki alveg að ná Animal Collective en þetta lag er samt rosalega gott.
og svo topplistinn minn:
5. JJ - Ecstasy
Þetta band er svo rosa hipp og kúl að það heitir bara JJ og platan þeirra heitir JJ n° 2 , ég held að þau séu sænsk og noti rosalega mikið af eiturlyfjum. Lagið er líka magnað það notar laglínu úr laginu Lollipop með Lil' Wayne en syngja um E-pillur.
4. Grizzly Bear - Two Weeks
Ég spilaði þetta ansi mikið á árinu, það er af plötunni Veckatimest. Persónulega finnst mér bandið vera soldið of hæpað, platan er alveg góð en bara ekki jafn stórkostleg og margir vilja meina. Two Week stendur langt upp úr gæðalega séð.
3. Phoenix – Lisztomania
Að mínu mati besta lagið af einu mestu stuð plötu ársins (Wolfgang Amadeus Phoenix), bandið minnir mig alltaf soldið á Ástralana í Empire of the Sun, bara betra og minna gay. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja á milli þessa lags og 1901 sem er án efa skemmtilegasta lagið á plötunni. Franskt gæðapop. Versta við plötuna er eiginlega það hvað þessi tvö lög eru fáránlega góð að maður nær oft ekkert framhjá þeim og ef meapur kemst framhjá þeim og hlustar á restina þá blikna öll hin lögin soldið í samanburðinum. Ef þið eigið hana þá ættuði að prufa að byrja á lagi þrjú þá fattar maður nefnilega að hún er í alvöru mjög góð.
2. The Flaming Lips - Watching the Planets (feat. Karen O)
Gallsúru snillingarnir í Flaming Lips komu með eina af sínum bestu plötum ( á eftir og Soft BulletinYoshimi Battles the Pink Robots) á árinu hún heitir Embryonic og þetta finnst mér vera besta lagið og það skemmir alls ekki fyrir að ofurtöffarinn Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með. Ég átti mjöööög erfitt með það að skilja þessa eftir á Plötulistanum mínum, hún er geðveik.
P.S. myndbandið við lagið er ansi undarlegt og ef þið eruð mjög skotin í Wayne Coyne getiði séð typpið hans í því...
1. Girls – Lust For Life
Þetta lag kemur af plötunni sem heitir þessu líka ótrúlega sniðuga og alls ekkert óþolandi nafni 'Album' sem er annars full af hræðilega góðum lögum (t.d. Laura og Hellhole Ratrace) Lust for Life er alveg frábært, endalaust grípandi og nánast smitandi. Það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að fá það á heilann eða amk. syngja með viðlaginu. Platan er líka rosa góð en ekki alveg nógu góð til að komast inn á topp 5 hjá mér (reyndar kæmist hún líklega ekki inn á topp 20 heldur) en hún er samt rosa góð.
P.S. og til að halda áfram með vafasöm myndbönd með alsberu fólki þá er lust for life myndbandið hér.
No comments:
Post a Comment