Monday, January 11, 2010

Topp 5 plötur ársins... nr. 5 - Georg Atli

Númer 5... XX með The XX


Ég set hljómsveitina The XX í fimmta sæti míns lista, þau gáfu út sína fyrstu plötu í júlí í ár og hún var rosalega góð. Öll lögin á plötunni eru krúttleg lög um ástina og það að vera í ástarsambandi. Þessi plata er bræðingur af allskonar mismunandi tónlistarstílum, þetta er eiginlega einhverskonar hipphopppopprokk.... eins undarlega og það hljómar. En maður heyrir samt alveg að þegar þau hafa hlustað mikið á bönd eind og Pixies og Hot Chip þegar þau voru yngri (eða eitthvað, þau eru víst bara tvítug) og blanda þessu svona rosalega vel saman. Það er líka merkilegt hvað þau eru með þéttan og góðan hljóm, þau hljóma eins og þau hafi spilað saman í rosa langann tíma og kunna vel við það, hafa greinilega fundið þá tónlist sem þau vilja spila.

Lag:

Crystalized





Svo eitt live:

No comments: