Platan Hospice kom út í ágúst og þegar ég heyrði hana fyrst þá var ég alveg viss um að ég ætti ekki eftir að heyra neitt betra en þetta í ár. Þessi hljómsveit og þessi plata gripu mig alveg strax frá fyrstu tónunum í fyrsta laginu (sem var eiginlega annað lagið þar sem fyrsta lagið er svona intro). Eftir eina hlustun fékk ég alveg sömu tilfinninguna og maður fær stundum þegar eitthvað maður heyrir eitthvað í alveg fyrsta skipti og það er alveg stórkostlegt (eins og fyrst maður heyrði í t.d. Ok Computer með Radiohead), ég held að ég hafi verið með gæsahúð í tvo daga á eftir.
The Antlers var fyrst sólóverkefni manns sem heitir Peter Silberman en varð svo að alvöru hljómsveit rétt áður en átti að taka þessa plötu upp. Sagan á bak við plötuna er sú að Silberman fylgdist með barni úr fjölskyldunni deyja úr krabbameini og lokaði sig af í tæp tvö ár án þess að tala við neinn og samdi bara þessa plötu.
Hospice er Concept plata og öll lögin fjalla um unga stelpu sem deyr úr krabbameini en sagan segir frá þessari stelpu alveg frá því hún er greind og þangað til hún deyr og svo eru eftirmæli (epilogue). En öll lögin eru sungin útfrá þremur mismunandi sjónarhornum, frá stelpunni, frá hjúkrunnarfræðingnum sem hugsar um hana og svo virðist vera sagt frá sjónarhorni kærasta.
Mér finnst þessi plata alveg einstök, hún er drungaleg og þung og erfið hlustunnar og sorgleg (það er soldið eins og að hafa verið kýldur í magann þegar hún klárast) en hún er líka einhvern veginn alveg rosalega falleg. Hún rís og fellur á dramatískan hátt og Silberman syngur stundum hátt og lagið verðu drynjandi kröftugt en í næsta lagi (eða bara næsta versi) rétt hvíslar hann í brotinni falsettu þannig að maður fær á tilfinningunni að maður standi við sjúkrarúm og verði að hvísla til að vekja einhvern. Það er einhvern veginn alltaf eins og þeir sem lögin fjalla um séu staddir bara rétt hjá manni.
Örugglega fallegasta plata sem ég hef heyrt en samt falleg á undarlegan og skrítinn hátt. Af því að þetta er Concept plata þá er það kannski ekki rétt að draga eitthvað eitt lag út því þá missir það allt samhengið við plötunna en mér finnst samt lagið Bear standa upp úr alveg frábærri plötu. En ég get samt eiginlega ekki mælt með henni af því það er bara svo erfitt að hlusta á hana!
Lög:
Myndbönd:
The Antlers - Shiva - A Take Away Show from La Blogotheque on Vimeo.
The Antlers - Two / Epilogue - A Take Away Show from La Blogotheque on Vimeo.
No comments:
Post a Comment