Sunday, January 17, 2010

Topp 5 lög 2009 - Krissa

Fyrirfram var ég búin að ákveða að ég gæti ekkert gert þennan lista því ég hefði ekki hlustað á neitt nýtt á síðasta ári. Svo fór ég að rifja aðeins upp og þá kom í ljós að ég er bara kjáni og hafði rangt fyrir mér - ég var með helling af lögum sem voru 'lög ársins'. Eftir niðurskurð stóðu eftir alveg 15-20 sem ég gat engan veginn valið á milli. Þessi 5 eru semsagt pikkuð úr úrvalinu, kannski ekki endilega bestu lög sem komu út á árinu heldur meira lög sem einkenndu árið mitt :)

Runners up voru:

Grizzly Bear - While You Wait for the Others og Passion Pit - Sleepyhead hefðu líklega bæði endað á listanum nema vegna þess að ég hlustaði stanslaust á þau haustið 2008...og þau því þ.a.l. ekki 2009 lög fyrir mér.

Brasstronaut - Requiem for a Scene
La Roux - In for the Kill
Phoenix - Lisztomania
YACHT - The Afterlife
The Dodos - This is a Business
Yeah Yeah Yeahs - Heads Will Roll

og lög ársins voru:

5. Gossip - Heavy Cross
"It takes two!"

Kannski meira af soppy sentimental ástæðum en því að þetta sé besta lag ársins. Mögulega.

4. Bombay Bicycle Club - Always Like This
"Try to look proud But you're not in the slightest It's happening now And it's always been like this"

Bassalína ársins og hressleiki extraordinaire sett saman af breskum strákum sem líklega eru rétt að sleppa úr mútum - I like it! Fyrsta sumarlag ársin 2009 :)


3. The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
"You can see that you're surrounded, so just turn yourself in We ain't asking again We brought a lot of patience, but it's all wearing thin"

Úff, það er bara eitthvað við þetta lag, taktinn, kúabjölluna...fæ ekki nóg af þessu.


2. The XX - Heart Skipped a Beat
"Heart skipped a beat And when I caught it you were out of reach"

Svo yfirmáta sexy lag að það nær ekki nokkurri átt. Pínu minimalískt. og letilegur söngurinn er bara of.


1. Sleigh Bells - Crown on the Ground
Taka gítarleikarann úr einhverju metalcore bandi og söngkonu úr girl bandi, blanda vel og sjá hvað kemur út? Sounds good! Pottþétt fáranlega skemmtileg live!

2 comments:

Kristín Gróa said...

Vó ég downloadaði Sleigh Bells laginu hjá þér og sá þá að ég átti það fyrir... og vá hvað það fór framhjá mér áður! Ég man eftir að hafa hlustað á það einu sinni og hugsað að það væri awesome en svo hef ég bara gleymt því. Jeijj nú er ég geðveikt glöð hahaha.

Krissa said...

Víjj! Já ég einmitt náði e-n tíma í það um leið og e-n helling af öðru dóti. Hlustaði einu sinni, fannst æði og svo e-n veginn týndist það innan um allt hitt nýja.

Eeen þegar ég heyrði það svo aftur lenti það bara á repeat...!!! Ilovesit :P