Tuesday, January 26, 2010

Sarpurinn

Á miðjum tíundaáratugnum varð til ákveðin hreyfing á bretlandi sem var kennd við borgina Bristol. Nokkuð margar hljómsveitir og tónlistarmenn spruttu upp í kringum borgina og spiluðu drungalega elektróníska hipp hopp tónlist sem var nefn Trip-hop. Aðal fólkið voru hljómsveitirnar Portishead og Massive Attack og líka einn annar er hann á einmitt sarpsplötu vikunnar:

Tricky - Maxinquaye

Tónlistarmaðurinn Tricky gaf þessa plötu út árið 1995 þá hafði hann þegar orðið nokkuð þekktur fyrir það að vera meðlimur í hljómsveitinni Wild Bunch sem seinna varð að Massive Attack. Hann átti líka þátt í nokkrum lögum Massive Attack á fyrstu plötunum þeirra.

Á fyrstu sóló plötunni sýnir hann hversu mikil snillingur hann er, þessi plata kemur út áður en hann missir sig í krakkið og vænissýki (eins og á hinni ótrúlega vanmetnu Angels With Dirty Faces) og löngu áður en hann verður hræðilega "Hollywood" (eins og á hinni svakalega lélegu Vulnerable). Á plötunni kallast í sífellu á mjúk og seiðandi rödd Martina Topley-Bird (eða einhvers annarar kvenraddar) og hrjúf og gróf rödd Tricky. Lögin og taktarnir er allt skítugt og hrjúft en skotið mjúkum tónum og í öllum lögunum er alltaf ein kvenrödd sem er silkimjúk og svona lekur yfir lögin, ég fæ alltaf sömu tilfinninguna þegar ég hlusta á plötuna og þegar ég horfi á kolsvart hraun sem er nánast algerlega þakið grænum mosa... einhvern veginn hlýtt og mjúkt og kalt og hart allt í einu.

Hann blandar öllu saman og samplar t.d. Smashing Pumpkins (Pumpkin með Allison Goldfrapp)og Isaac Hayes (Hell is Around the Corner) og Michael Jackson og The Chantels. Svo coverar hann meira að segja Public Enemy (Black Steel).

Maxinquaye er ein af allra bestu plötunum sem komu út á þessum tíma og er algerlega ein af mínum uppáhalds plötum. Þetta er plata sem breytti lífinu mínu, svona svo að ég haldi áfram að segja dramatíska hluti um þessa plötu.... en hún er nú reyndar líka ansi dramatísk! Ég held að ég hafi ekki spilað neina plötu jafn oft og þessa, hef meira að segja þurfta að endurnýja þennann disk 2 sinnum af því að ég var búinn að spila hann í gegn... bókstaflega! Síðan eitt enn í lokin bara fyrir þjóðernisstoltið: Stóssöngkonan Ragga Gísla syngur eitt lagið á plötunni (You Don't)

No comments: