Thursday, January 7, 2010

Plata mánaðarins


Nýtt ár, nýr mánuður og þá er að sjálfsögðu komið að nýrri plötu mánaðarins. Í þetta sinn ætlum við að taka fyrir afrakstur samstarfs tónlistarkameljóns númer eitt og stúlku sem var sjálf afrakstur samstarfs fegurðardísar og slísballar. Confused yet? Stúlkan er að sjálfsögðu söngkonan og leikkonan Charlotte Gainsbourg, dóttir ensku leikkonunnar Jane Birkin og franska tónlistarmannsins Serge Gainsbourg sem stundu svo eftirminnilega saman á teipi á sjöunda áratugnum. Kameljón númer eitt er svo enginn annar en snillingurinn Beck.

Platan IRM ber nafn Charlotte Gainsbourg, andlit hennar prýðir umslagið og conceptið er hennar en það er vafasamt að eigna henni plötuna algjörlega þar sem Beck skrifaði textana með henni, samdi öll lögin, pródúseraði og mixaði. Til að toppa þetta þá taka þau dúett saman sem er jafnframt fyrsta smáskífa plötunnar, ber nafnið Heaven Can Wait og Keith Schofield vídjóið sem fylgir er awesome. Er ekki við hæfi að byrja þar?

Vídjóið er á official heimasíðunni og það er í alvörunni geðveikt... það er maður með pönnukökuhaus í því!

Charlotte Gainsbourg (with Beck) - Heaven Can Wait

No comments: