Thursday, January 14, 2010
Topp 5 plötur ársins, númer TVÖ - Kristín Gróa
2. Japandroids - Post Nothing
Ég var nákvæmlega EKKERT hrifin af þessari plötu fyrst þegar ég heyrði hana og skildi satt að segja ekkert hvað væri í gangi með buzzið í kringum hana. Athugið þó að þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði hana en strax í annað skipti fór ég að humma yfir henni og núna er ég bara gjörsamlega ástfangin af henni.
She wears white six days a week
If you're lucky
On the seventh day
She'll wear nothing
After her I quit girls
Einhverstaðar sá ég Japandroids flokkaða undir noise-pop og það þykir mér mjög góð lýsing á þeim. Þetta er smá surg og læti en umfram allt popp um ástina eins og aðeins ungir strákar gætu lýst henni. Þetta fellur dálítið í sama flokk og frábæra Smith Westerns platan sem komst á runner-up listann minn (nema þeir eru enn yngri og ehhmm... graðari). Sumum finnst þetta kannski ekki djúpt en þetta er bara svo hreinskilið og straight to the point. Ef maður er að fullorðnast þá sökkar það frekar mikið að þurfa allt í einu að hugsa um framtíðina og "ástandið" þegar maður vill bara halda áfram að hugsa um að vera skotinn í einhverjum og að vera í stuði og hafa ekki áhyggjur af neinu.
We used to dream
Now we worry about dying
I don't wanna worry about dying
I just wanna worry about those sunshine girsl
Þetta er náttúrulega snilld, er það ekki?
Japandroids - Young Hearts Spark Fire
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment