Friday, January 22, 2010

Nýliða Topp 5 - Uppgjör 2009 - Rósa Guðrún

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég fór nú ekki á ýkja marga tónleika á síðasta ári. Það eru kannski tvennir tónleikar sem standa uppúr þó. Aðrir tónleikar voru föstudagskvöldið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni. Það var nokkurskonar upphitunarkvöld fyrir laugardagskvöldið en þá var á ég farin úr plássinu. Það sem var skemmtilegast á þessum tónleikum voru prýðispiltarnir í Árstíðum og síðan Jónas Sig., einnig stóðu piltarnir í BSig (núna Monotown) sig vel. Stemmning var mjög góð smitaði það frá sér í spilamennskunni.Hinir tónleikarnir voru tónleikar Nico Muhly á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann er nútíma tónskáld sem spilaði einn á flygil í Iðnó og var með smá elektróník með sér. Með honum spilaði og söng pilturinn Helgi Valur sem heillaði alla uppúr skónum með sínum fagra söng upp í hæstu hæðir og með fínu básúnuspili. Alveg hreint frábærir tónleikar sem komu skemmtilega á óvart.


2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Anita O'day er jazzsöngkona af gamla skólanum sem ég kolféll alveg fyrir á síðasta ári þökk sé tónlistarsafni Borgarbókasafnsins. Hún er hreint út sagt dásamleg og slær ekki slöku við drotningunni Ellu Fitz.
Set inn link á eitt sem nú allir þekkja:





3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Veit nú ekki hvort maður má tala svona. En jú það sem olli mér vonbrigðum á árinu var einna helst Hafdís Huld. Hafði einhvern veginn alltaf haft pínu væntingar til þessarar stelpu, þó ég hafi aldrei sérstaklega fylgst með henni. Vorkenndi henni alltaf líka smá í kringum Gus Gus rifrildið á sínum tíma. Hún hafði yfirleitt fengið góða dóma fyrir það sem hún var að gera og sérstaklega þá barnaplötuna sína Englar í Ullars0kkum. En þegar hún gaf út þessa leiðinlegu plötu á síðasta ári verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún hefur ágætis rödd, þó hún sé ekkert besta söngkonan, en lagasmíðarnar fundust mér ekki skemmtilegar og frekar barnalegar (og þetta á ekki að vera barnaplata) og textarnir þeim mun hallærislegri. Get heldur ekki lýst því hversu mikið ógeð ég var búin að fá á Kónguló. En hún fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum og ágætisspilun svo það eru eflaust einhverjir ekki á sama máli. En þetta er nú barasta mín skoðun og eins gott að mennirnir séu ekki allir eins.


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Var alltaf á leiðinni að tékka á Bon Iver. Hafði alltaf heyrt Skinny Love í bílnum á leiðinni hingað og þangað og söng alltaf hástöfum með. Elska svona einfaldar lagasmíðar sem virka svona hrykalega vel.




5. Hver er bjartasta vonin?

Hef ekki hugmynd um hver gæti verið bjartasta vonin. Dettur helst í hug smástráka hljómsveitina Sykur sem eru að koma sterkir inn á Íslandi allavega. Hafa hlotið gríðarlegar vinsældir á síðustu mánuðum. Hef ekki séð þá sjálf en kannski maður skellir sér til að vera hipp og kúl eins og hinir einhvert kvöldið ;)





6. Bónusspurning að eigin vali - Hverja viltu helst sjá á tónleikum 2010?

Held ég gæfi æru mína til að sjá Beyoncé á tónleikum shiiiiisck!!!!! Það yrðu án efa bestu tónleikar í HEIMI!!!! Hún er alveg ótrúleg :) .....og svo eru tútturnar með henni alveg fáránlega töff :) Ég meina gella sem getur dansað sungið og hlaupið um í 2 tíma á 15cm hælum á skilið Nóbelsverðlaun!




2 comments: