Tuesday, January 5, 2010

Sarpurinn


Leave it all and like a man
Come back to nothing special
Such as waiting rooms and ticket lines
Silver bullet suicides
And messianic ocean tides
And racial roller-coaster rides
And other forms of boredom advertised as poetry


Einhverra hluta vegna var ég alltaf alveg viss um að mér þætti Leonard Cohen alveg óheyrilega leiðinlegur. Ég meina maðurinn syngur ekki einu sinni heldur svona hálf muldrar og þetta er allt voðalega deadpan eitthvað, er það ekki? Í fleiri fleiri ár var þetta mín skoðun án þess að ég hefði nokkuð til að bakka hana upp. Ég hafði í raun aldrei hlustað á Cohen heldur bara heyrt í honum alveg óvart á förnum vegi svona öðru hvoru og þegar ég heyrði minnst á hann datt mér alltaf í hug lagið First We Take Manhattan sem mér þótti svo skelfilega hallærislegt (í seinni tíð hefur auðvitað komið í ljós að það lag er algjör snilld en það er annað mál).

Það var ekki fyrr en fyrir sirka fjórum árum síðan þegar ég heyrði Reginu Spektor covera lagið hans Chelsea Hotel #2 sem það kviknaði á einhverju í höfðinu á mér. Ég hlustaði á það alveg hreint endalaust og útvegaði mér að lokum orginalinn. Viti menn, eins og vanalega þá var orginallinn ennþá betri og þá hugsaði ég með mér að kannski væri þessi andúð mín á Cohen algjörlega gripin úr lausu lofti. Stuttu síðar kíkti ég af rælni á geisladiskamarkað í Perlunni og þar blasti við mér platan New Skin For The Old Ceremony sem inniheldur þetta mikla uppáhaldslag og prísinn aðeins 999 krónur. Fullkomið!

You're faithful to the better man
I'm afraid that he left
So let me judge your love affair
In this very room where I have sentenced mine to death
I'll even wear these old laurel leaves
That he's shaken from his head


Eins og ég hafði verið innilega óspennt fyrir Cohen þá elskaði ég þessa plötu frá fyrstu hlustun. Textarnir hans Cohen eru algjörlega magnaðir að vanda og það má segja að þarna sé hann algjörlega í essinu sínu enda ferskur og beittur árið 1974 og aðeins á fjórðu plötunni sinni. Hið fyrrnefnda Chelsea Hotel #2 þar sem Cohen lýsir stuttu ástarsambandi sínu við Janis Joplin á opinskáan hátt er klárlega hápunktur plötunnar en hún er satt að segja mjög jafngóð og erfitt að hylla einu lagi framyfir annað. Best er þó að hún náði að opna eyru mín fyrir Cohen og það þykir mér vænst um.

Chelsea Hotel #2
There Is A War
Who By Fire

No comments: