Friday, December 19, 2008

fimm lög sem ég hlustaði á 2008... zvenni


Time to pretend - MGMT


Fell venjulega ekki fyrir sona aðeinsofhressuogdansvænuindípoppi en þetta er bara svo skemmtilegt að ég verð að hafa það með. Svo voru þeir líka frekar góðir á hróa í sumar.

White Winter Hymnal - Fleet Foxes

Hef ekki alveg samþykkt bandið hundrað prósent en þetta lag finnst mér afar flott...

The most beautuful girl (in the room) - Flight of the Conchords

Kom opinberlega út á plötu í ár, er það fyrsta sem ég heyrði með Flight of the Conchords
og jafnframt uppáhaldslagið mitt með þeim.

Re: Stacks - Bon Iver

Georg félagi minn benti mér á þennan gaur og ég er bara ansi hrifinn af þessu lagi og reyndar nokkrum öðrum af plötunni hans For Emma, forever ago.


Inn í mér syngur vitleysingur - Sigur Rós

Er búinn að vera með þetta lag á heilanum síðan ég keypti plötuna. Fæ ekki leið á því...

No comments: