Eitthvað svo white trash og fallegt við þetta...
Dolphin Music For The Inner Child - Mike Rowland
Póstnýaldartónskáldið Mike Rowland toppar hér sjálfan sig í lagaheitum. Fyrri smellir hans eins og Hearts of the Future og Souls in Ecstacy eiga ekkert í Dolphin Music For The Inner Child. Skotheldur hugleiðslu- og slökunarsmellur, garnaterað til að fá þig til að gleyma amstrinu og hverfa á vit kosmískra drauma og framandi vídda.
Carpenters - Calling Occupants Of Interplanetary Craft
Magnaður titill á afar áhugaverðu lagi. Nú þekki ég því miður Carpenters systkinin ekki nógu vel en þetta lag setur þau í spánýtt samhengi. Lagið er upprunalega eftir progrokkbandið Klaatu )
(myndbandið er líka sérstakur bónus)...
Why Don't We Do It In The Road? - Bítlarnir
Einhvern tímann heyrði ég að Paul McCartney hefði langað til að semja John Lennon lag og þetta væri útkoman. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en titillinn er töff.
det skulle vara lätt för mig att säga jag inte hittar
hem men det gör jag; tror jag - bob hund
Það væri auðvelt fyrir mig að segja að ég rati ekki heim en ég geri það, held ég...
2 comments:
ég átti von á því að þú myndir setja Christmas Card From a Hooker in Minneapolis á listann þinn
Bob Hund lagið er með besta titil ever... maður getur bara ekki með góðri samvisku sett Bob Hund lag á lista. Það er svo mikið þitt!
Post a Comment