Friday, July 18, 2008

Topp 5 plötucover - Vignir

5. Aphex Twin - WindowLicker
http://www.plong.com/MusicCatalog%5CA%5CAphex%20Twin%20-%20Windowlicker%20(CD5)%5CAphex%20Twin%20-%20Windowlicker.jpg
Richard D. James getur sko alveg verið jafn mikil hoochie mama og næsta stelpa.

4. The Who - The Who Sell Out
http://www.thewho.com/images/media/albums_large/03-67-the_who_sell_out.jpg
The Who gera grín að vera sell-outs áður en fólk fór að kvarta yfir því að fólk væri sell-outs. Töffarar!

3. Beach Boys - Pet Sounds
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/b/bb/PetSoundsCover.jpg
Já, við erum bara búnir að vera að slappa af og hugsa um dýrin okkar. Þessi plata er ekkert spes. Tjekkaðu til dæmis á byrjunarlaginu okkar, Wouldn't It be Nice. Við hentum því saman eftir að geiturnar voru orðnar saddar...

Búmm! PLAT! Þetta er poppmeistarastykkið okkar. Dýrin voru bara smá flipp hjá Brian.

2. Hudson Wayne - Slightly out of Hank

Ég ætlaði að setja inn ljósmynd af þessu plötucoveri því myndin hér að ofan sýnir ekkert snilldina við coverið. Því miður er eintakið mitt einvers staðar í kassa vegna flutninga. Snilldin hér er að þetta var sett í bréfvasa fyrir floppy disk og geisladiskurinn sjálfur var settur inn í floppy diskinn. Þetta gefur nostalgíukitl í mallann ef maður átti Amstrad tölvu þegar maður var lítill.

1. The Beatles - Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band http://www.virginmedia.com/images/sgt_peppers_300x300.jpg

Metnaðarfyllsta plata Bítlana verðskuldar ekkert minna en metnaðarfullt cover. Hægt er að liggja yfir þessu coveri í langan tíma áður en maður opnar plötuna og skoðar stóru myndina af hetjunum.

Allir foreldrar eiga að eiga þessa plötu á vínil og plötuspilara til að krakkarnir geta skoðað.

3 comments:

Kristín Gróa said...

Hudson Wayne platan er svo flott! Ég keypti hana algjörlega af rælni á sínum tíma en svo verð ég alltaf glaðari og glaðari yfir því að eiga hana. Cover myndin, floppy diska pælingin og nafnið eru bara of.

Ég get hins vegar ekki alveg tekið undir Pet Sounds... crikey það er vont cover.

Anonymous said...

arrg að hafa gleymt sell out... sterkur leikur vignir...

Krissa said...

Ahh ég elska Hudson Wayne plötuna! Keypti hana einmitt svona 'afþví bara' og fannst hún svooo flott - bæði útlitið og tónlistin ;)