Friday, July 25, 2008

Topp 5 verstu plötucover

Aftur ákvað ég að takmarka ég mig við plötur sem ég á uppi í hillu en mér til mikillar undrunar var ekkert mikið af skelfilegum coverum. Þá er bara spurningin hvort ég dæmi albúm eftir coverinu (sem getur ekki verið æskilegt) eða hvort ég fíla bara smekklega tónlistarmenn. Ég veit ekki en þetta er það versta sem ég gat fundið:


5. Dire Straits - Brothers In Arms

Brothers In Arms er að mörgu leyti söguleg plata enda ein af fyrstu plötunum til að vera gefin út á geisladiski. Ekki nóg með það heldur er þetta fyrsta platan sem var seld í yfir milljón eintökum á geisladiski og þar með fyrsta platan sem seldist meira af á geisladiski en á vínyl. Söguleg útgáfa og sögulega hallærislegt cover. Ætli fólk myndi vanda sig meira ef það vissi fyrirfram að plöturnar þeirra yrðu á einhvern hátt ógleymanlegar? Það er kalhæðnislegt að Knopfler skuli í laginu One World syngja Can't get no sleeves for my records... well obviously.

Dire Straits - So Far Away From Me


4. The Jimi Hendrix Experience - Electric Ladyland

Ókei það er ekki það að ég sé tepra (sjá toppsæti síðasta lista sem sönnunargagn) heldur finnst mér þetta bara svooo kjánalegt að ég gæti öskrað. Þrátt fyrir það finnst mér fáránlegt að nú er platan ekki seld með þessu coveri heldur með boring coveri af Hendrix að geifla sig. Hvað er með Bandaríkjamenn og nektarhræðsluna? Seriously ef fólk er nógu fullorðið til þess að hafa vit á því að hlusta á Jimi Hendrix þá held ég að það höndli nokkur brjóst.

The Jimi Hendrix Experience - Have You Ever Been (To Electric Ladyland)


3. Queens Of The Stone Age - Era Vulgaris

Ég held ég hafi aldrei þurft að pína mig jafn mikið til að kaupa plötu því coverið var svo ótrúlega fráhrindandi.

Queens Of The Stone Age - Sick, Sick, Sick


2. The Beach Boys - Pet Sounds

Þetta er bara svo furðulegt. Af hverju eru þeir að gefa geitum að borða? Var einhver snillingur sem hugsaði Pet Sounds... geitur eru næstum gæludýr... ég VEIT! Það er eiginlega alveg fáránlegt að ein besta og umtalaðasta plata allra tíma skuli vera með coveri sem virðist hafa verið skellt á á síðustu stundu.

The Beach Boys - I'm Waiting For The Day



1. The Flying Burrito Brothers - The Gilded Palace Of Sin/Burrito Deluxe

Ástæðan fyrir að ég tel upp báðar þessar plötur er einfaldlega sú að diskurinn sem ég á inniheldur þær báðar. Það skiptir þó ekki máli því ég veit eiginlega ekki hvort coverið er verra og til að kóróna það þá er búið að splæsa þeim saman á disknum sem ég á... like so:

Nei en í alvöru, við höfum annarsvegar þá standandi geðveikt vandræðalega í fáránlega ofskreyttum rhinestone fötum og hins vegar tvær sjúskaðar burritos (með rhinestones! að sjálfsögðu!) og þá svona litla til hliðar að gera TADA!

The Flying Burrito Brothers - Dark End Of The Street

No comments: