Friday, March 23, 2007

Topp 5 lög sungin af rauðhærðum - Erla

1. #1 Crush - Garbage
Redhead: Shirley Manson
“I will sell my soul for something pure and true, someone like you.”

Hef oft sagt þetta áður, en þetta er mest sexy lag í heimi. Punktur. Svo er Shirley Manson líka bara svo asskoti töff redhead.

2. The winner takes it all - Abba
Redhead: Anni-Frid Lyngstad
“But tell me does she kiss, like I used to kiss you? Does it feel the same, when she calls your name?”

Újé! Ég dýrka Abba! Mörg lög til að velja úr en þetta fær vinninginn því að þetta var eitt af þessum lögum sem ég var búin að syngja með síðan ég var pínulítil án þess að taka eftir textanum. Svo benti bróðir minn mér á hvað var actually verið að syngja um og það var svona smá uppgötvun. Búið að vera í uppáhaldi hjá mér síðan þá.

3. Muhammad my friend - Tori Amos & James Maynard Keenes
Redhead: Tori Amos
“And on that fateful day when she was crucified, she wore Shiseido Red and we drank tea by her side”.

Tori Amos er svo flott redhead. Þetta lag er annars ótrúlega töff, en útgáfan með Maynard í Tool að syngja með henni er svona ca. 18x flottari en originallinn að mínu mati.

4. Sound of Silence - Simon & Garfunkel
Redhead: Art Garfunkel
“People writing songs that voices never share, and no one dared, disturb the sound of silence.”

Ok, í fyrsta lagi: Art Garfunkel er með crazy hár! En þetta lag er auðvitað algjör klassík. Klikkaður texti.

5. Don't cry - Guns 'n Roses
Redhead: Axl Rose
“Give me a whisper and give me a sigh. Give me a kiss before you tell me goodbye.”

Þetta lag er búið að vera í algjöru uppáhaldi hjá mér síðan ég var tiny little person, þó ég sé nú enginn sérstakur Guns ‘n Roses fan. Innsogið hans Axl í textabrotinu hér að ofan fær svo klárlega vinninginn fyrir “Besta innsog í lagi”. Axl Rose er aftur á móti hálf kjánalegur.

3 comments:

Krissa said...

"If Axl Rose was driving down the highway, and saw Rex Manning stranded on the side of the road, do you think Axl Rose would stop and help him?"

Rex Manning day? ;)

Annars hefði ég svooo viljað vera með þér og Eyþóri þegar hann benti þér á að hlusta almennilega á abba textann! bwaha

Vignir Hafsteinsson said...

Mér finnst þú endalaust svöl fyrir að hafa sett útgáfuna af Muhammad með Maynard!

Erla Þóra said...

Hahaha... Rex Manning day! 4.apríl máské? ;)
Ég er svöl.