Friday, March 23, 2007

Topp 5 lög sungin af rauðhærðum - Krissa

The Most Serene Republic - Proposition 61
Redhead: Adrian Jewett
"Outside the people they pranced becoming lord of the dance and other typical social plights
We greeted them with conversation and delights as Jude was mad at a dream for landing no where near the marker."

Það er svo engan veginn hægt að þræta fyrir að Adrian Jewett, söngvari The Most Serene Republic, er rauðhærður - þrátt fyrir að vera eigi írskur!
Klappið í þessu lagi er bara rosalegt! Það slær klappið í Content was Always my Favorite Color næstum út!
Anywho, sá The Most Serene Republic spila á 'a magical mystery canadian date' í fyrra (þó ekki THE magical mystery...) og þau eru bara æði! Þau troðfylla sviðið, eru endalaust hress, Adrian er rauðhærðari en á að vera hægt, bassaleikarinn uppfyllir bassaleikararegluna OG söngvarinn double-ar sem básúnuleikari. BÁSÚNULEIKARI!
Svo skemmir ekki fyrir að þetta er svona eiginlega hljómsveit mín og tilvonandi eiginmanns míns...þetta og Death From Above 1979 that is BWAHA

Damien Rice - Lonelily
Redhead: nú, Damien sjálfur!
"In a way I felt you were leaving me
I was sure I wouldn't find you at home
And you let me down"

Hann er víst rauðhærður...í fyrsta lagi: hann er íri! If that's not proof enough, then voila: redhead!
Annars er þetta lagið sem mig langaði SVOOO að biðja um þegar hann bað um óskalög á seinni Nasa tónleikunum...ahh svo gott lag sem á í harðri samkeppni við The Professor & La Fille Danse um að vera uppáhalds Damien Rice lagið mitt! Það er bara svo einfalt og einlægt en hljómar samt eins og perfect summery singalong song!

Harry Nilson - Everybody's Talking
Redhead: Harry sjálfur!
" Everybody's talking at me.
I don't hear a word they're saying,
Only the echoes of my mind."

Ok, ok, hann samdi lagið kannski ekki - en hann syngur það...og hann syngur það vel.
Harry Nilson var líka vinur John Lennon (já, ég ætla að nefna Mr. Lennon í hverjum lista :P), sem er nokkuð svalt, samdi nokkur lög með Phil Spector - sem, admittedly, er frekar ósvalt og svo var lag með honum í Rules of Attraction - sem er svalt því í Rules of Attraction er Dawson viskídrekkandi sociopath!

Garbage - Queer
Redhead: Shirley Manson

"Hey boy, take a look at me
Let me dirty up your mind"

Textabúturinn segir bara allt sem segja þarf! Annars hlustaði ég alltof mikið á þetta lag þegar ég var svona 13 - átti bleiku plötuna og allar græjur...og röddin í Shirley er svooo flott...

Queens of the Stone Age - Burn the Witch
Redhead: Josh Homme
" Ask yourself
Will I burn in Hell?
Then write it down
And cast it in the well"

Einu sinni fór ég á Reading, það var gaman. Einn daginn fórum ég og sérlegur festival buddy minn inn í bæ að kaupa okkur e-ð að borða. Á leiðinni sáum við gaur selja fake hljómsveitaboli á götunni. Við skoðuðum og skoðuðum en mér fannst eiginlega bara einn bolur flottur og Kristín keypti svoleiðis, ERGO: ég gat ekki keypt eins. Svo borgaði Kristín gaurnum og þá sá ég að hann var í flottri peysu. Það voru tvær svoleiðis peysur eftir, ég keypti aðra þeirra...á 10 pund. Þegar ég fór að skoða hana betur sá ég að þetta var QOTSA peysa.
Afhverju gaurinn var að selja QOTSA peysur þegar þeir voru ekki einu sinni að spila á festivalinu is beyond me, en hey - kannski var hann bara svona ahead of his time - þeir spiluðu nefnilega á Reading árið eftir.
Ég sá þá samt ekkert spila þar...sá þá bara í Egilshöllinni. Held að þeir hafi oft verið betri en í Egilshöllinni.
Þetta kemur málinu samt ekkert við sko...peysan mín er bara æði - sem og lagið :)

3 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

bestu röksemdarfærslur sem ég hef séð held ég bara!
uppáhöldin mín:
"...sem er svalt því í Rules of Attraction er Dawson viskídrekkandi sociopath!"
"...Þetta kemur málinu samt ekkert við sko...peysan mín er bara æði - sem og lagið :)"

En annars, þá já, QOTSA hafa verið betri en í Egilshöllinni, voru það allavega þegar ég sá þá á Roskilde

Krissa said...

Mér fannst þetta bara hin fínasta röksemdafærsla ;P

...og hver hafði ekki gaman af því að sjá Dawson all evil? múaha

Skal annars reyna að halda mig við efnið hér eftir...I le promise :P

Erla Þóra said...

Evil Dawson er, strangely, bara nokkuð töff!