Friday, March 23, 2007
Topp 5 lög sungin af rauðhærðum
1. Okkervil River - So Come Back, I am Waiting
Redhead: Will Sheff
"I'm waiting, I snort and I stamp.
I'm waiting, you know that I am
Calmly waiting to make you my lamb"
Já þetta er langt og rólegt lag en vá hvað það mætti ekki vera sekúndu styttra. Þetta lag er í miklu uppáhaldi og pottþétt hápunktur Black Sheep Boy sem ég virðist ekki ætla að fá leið á.
MP3: Okkervil River - So Come Back, I Am Waiting
2. Them - Gloria
Redhead: Van Morrison
"She knocks upon my door
And then she comes in my room
Yeah, an' she make me feel alright"
Þó það hefði kannski verið fyrirsjáanlegra að setja Brown Eyed Girl hérna (enda frábært lag) þá er þetta hrárra og rokkaðra svo það hefur vinninginn.
MP3: Them - Gloria
3. Janis Joplin - Me And Bobby McGee
Redhead: Janis Joplin
"Freedom is just another word for nothing left to lose"
Þetta lag minnir mig alltaf á Dillon og þar með allt fjörið með vinum mínum þar. Janis sjálf minnir mig svo alltaf á Chelsea Hotel #2 með Leonard Cohen sem er eitt af uppáhalds lögunum mínum en hei það er kannski óþarfi að fara nánar út í hvað minnir mig á hvað því ég gæti haldið endalaust áfram!
MP3: Janis Joplin - Me And Bobby McGee
4. Belle & Sebastian - Seeing Other People
Redhead: Stuart Murdoch
"We lay on the bed there
Kissing just for practice"
Það var alveg gefið að B&S kæmust á listann en það var erfiðara að velja eitt lag framyfir önnur. Þetta er allavega með mínum uppáhalds svo við látum það flakka.
MP3: Belle & Sebastian - Seeing Other People
5. The New Pornographers - The Laws Have Changed
Redhead: A.C. Newman og Neko Case
"It was crime at the time but the laws, we changed them"
Talandi um að slá tvær flugur í einu höggi. A.C. Newman og Neko Case syngja þetta lag saman og eru bæði alveg neon-gulrótarrauðhærð. Þetta er hresst og skemmtilegt og ekki hægt að vera í fýlu þegar þetta er í gangi.
MP3: The New Pornographers - The Laws Have Changed
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Djöfull vannstu mig!
Mig langaði að setja Okkervil River - Song of my So-called Friend en fann eigi mynd til að sanna að söngvarinn er rauðhærður...OG, það sem meira er, ég lenti í því sama með B&S! Stuart virkar 50:50 ljóshærður:dökkhærður allstaðar! Mér líkar það eigi öss! :P
Vahísís samt fyrir Bobby McGee! Minnir mig einmitt líka á Dillon...og þ.a.l. á Kristínu ;)
Góður listi! Okkervil River er gaman!
Post a Comment