Friday, March 16, 2007

Topp 5"hey móment" - Kristín

1. The Ramones - Blitzkrieg Bop

Það kemur ekkert annað til greina á toppinn. Fyrsta línan í fyrsta laginu á fyrstu plötu The Ramones summeraði algjörlega upp allt það sem þeir stóðu fyrir og setti tóninn fyrir allt sem fylgdi á eftir. "Hey! Ho! Let's go!". Brjáluð keyrsla, rokk og umfram allt rosalegt fjör.

2. Pixies - Hey

Þetta er fyrirsjáanlega lagið á listanum. Ég meina lagið heitir "Hey" og þegar Frank Black spýtir út úr sér "HEY! Been trying to meet you!" í upphafi lagsins þá er það bara töff.


3. Neil Young - My My, Hey Hey (Out Of The Blue)

Hér er öðruvísi hey en í hinum lögunum á listanum enda meira andvarpshey. Þetta er reyndar eitt af uppáhalds Neil Young lögunum mínum svo það er að hluta til þess vegna sem það skorar svona hátt á listanum... heyið er líka mjög töff enda enginn meira töff en Shakey kallinn.

4. The Beatles - You've Got To Hide Your Love Away

Þetta lag minnir mig alltaf á Help! sem gerir það bara enn skemmtilegra. Í viðlaginu hrópar Lennon "HEY! You've got to hide your love away!" og það er ekki annað hægt en að hlusta á manninn.

5. The Arcade Fire - No Cars Go

Þetta lag er í mikilli hlustun hjá mér núna og ekki að ástæðulausu. Þegar þau öskra "HEY!" þá er ekki hægt annað en að öskra með enda enginn smá kraftur í þessu lagi.

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Víjj góður listi. No Cars Go komst einmitt rétt svo ekki á minn lista

Krissa said...

bwaha, ég spáði líka í að setja No Cars Go á minn lista! Great minds... ;)