Tuesday, March 25, 2008

Adam Green


Furðufuglinn Adam Green er einn af þessum tónlistarmönnum sem ég veit aldrei alveg hvort er að djóka eða ekki. Tónlistin hans er allavega mjög spes... part crooner, part indístrákur með sérkennilega texta. Eins og margir vita startaði Adam fríkfólk bandinu The Moldy Peaches ásamt henni Kimya Dawson og þó bandið hafi verið í pásu síðustu árin þá hefur það verið dálítið í umræðunni undanfarið vegna kvikmyndarinnar Juno en á sándtrakki þeirrar myndar er að finna eitt lag með sveitinni og nokkur með Dawson einni. Adam Green var annars að gefa út sína fimmtu sólóplötu á dögunum og nefnist gripurinn Sixes & Sevens. Þessi plata grípur mig meira en fyrri plötur hans þó hún sé vissulega spes eins og við er að búast.

Adam Green - Twee Twee Dee
Adam Green - Broadcast Beach

Til gamans má geta að Adam Green og Carl Barat eru góðvinir og ég á hérna Libertines cover af Moldy Peaches laginu Who's Got The Crack? sem er mjög losaralegt en engu að síður mjög skemmtilegt.

The Libertines - Who's Got The Crack?

1 comment:

Erlingur said...

http://www.muxtape.com - Gæti verið eitthvað fyrir ykkur listafólk! :)