Thursday, March 6, 2008

Sumartrend ársins 2008

Drengir og stúlkur, ég er búin að finna það, sumartrend ársins! Það er ekki lag, tónlistarmaður eða hljómsveit. Það er ekki einu sinni einhver ný og ótrúlega trendí tónlistarstefna. Neibb, það eru 'What's on your Ipod?' party à la Michael Showalter. Þar sem allir mæta með ipodana sína og spila vandræðalegustu lögin sem þar er að finna, lögin sem maður alla jafna þorir ekki að viðurkenna að maður hlusti á. Svo geta allir dansað asnalega, hlegið og skemmt sér og þetta verður voða gaman.

Mælist til þess að við höldum eitt slíkt toppfimm party...helst í júlí eða ágúst, því mig langar að vera memm :)

1 comment:

Kristín Gróa said...

It's a date maur! Verst að ég á ekkert hallærislegt á ipodnum mínum... HÓST!