
Holy Fuck eru elektrónískur kvartett frá Toronto í Kanada sem hefur gefið út tvær plötur, Holy Fuck árið 2005 og LP síðastliðið haust. Mér finnst báðar góðar en það sem mér finnst virkilega æðislegt er lagið Lovely Allen sem er af þeirri seinni. Það fær mig til að vera glöð innan í mér sem er eitthvað sem ég þarfnast sárlega eftir iTunes klúðrið.
Holy Fuck - Lovely Allen
Holy Fuck - Milkshake
Holy Fuck á MySpace

Það hefur verið að byggjast upp mikið hæp í kringum dúettinn Fuck Buttons síðasta árið. Þeir voru að gefa út sína fyrstu plötu, Street Horrrsing á dögunum, og hafa fengið prýðisdóma fyrir hana. Ég veit ekki alveg hvernig höfuðið á mér yrði eftir að hlusta á heila plötu af þessu en í smá skömmtum virkar þetta vel.
Fuck Buttons - Bright Tomorrow
Fuck Buttons - Ribs Out
Fuck Buttons á MySpace
No comments:
Post a Comment