Friday, March 14, 2008

Topp 5 kántrí - Kristín Gróa

Ég tek altkántrítwist á þennan lista því það er svona meira ég.



5. The Magnetic Fields - A Chicken With Its Head Cut Off

Kántrí ala Stephen Merritt. Magnetic Fields eru almennt ekkert kántrí en þetta er sko kántrílag og ekkert annað.



4. Uncle Tupelo - Acuff-Rose

Hljómsveitin Wilco hefur alltaf haft altkántrí stimpilinn á sér en mér hefur nú alltaf fundist þeir vera meira alt en kántrí. A.M. var dálítið kántrí og Sky Blue Sky líka en allt þar á milli hefur verið mun óflokkanlegra. Wilco reis aftur á móti úr öskum altkántrísveitarinnar Uncle Tupelo sem sendi frá sér fjórar plötur en svo gátu forsprakkarnir Jeff Tweedy og Jay Farrar ekki lengur verið vinir og þá fór sem fór.



3. Silver Jews - How Can I Love You If You Won't Lie Down?

Titillinn einn er nóg til að verðskulda sæti á listanum en svo er lagið líka frábært svo þetta er no-brainer.



2. Gram Parsons - Return Of The Grievous Angel

Gram Parsons er einn af þeim sem hefði kannski aldrei orðið költ hetja ef hann hefði ekki dáið ungur en það þýðir ekki að það sé óverðskuldað, þvert á móti. Hann er almennt talinn upphafsmaður altkántrís og þetta lag fellur bæði vel í þann flokk og er í miklu uppáhaldi hjá mér.



1. Loretta Lynn & Jack White - Portland Oregon

Eina ástæðan fyrir að ég setti þetta ekki á comeback listann er að ég vildi endilega setja það á toppinn á þessum lista. Þvílíkt comeback og þvílíkt lag! Ég fæ alveg verki þegar ég hlusta á það og er ekki enn búin að fyrirgefa vinkonu minni sem sagði "ojj hvaða ÓGEÐSLEGA leiðinlega lag er þetta?" þegar mér varð á að spila það fyrir hana. Sumt fólk sko.

No comments: