Friday, March 28, 2008

Topp 5 veðurlög - Kristín Gróa

Fjögur þessara laga eru ýmist hávær, bjöguð, illa upptekin eða allt þrennt. Topplagið bætir upp fyrir það því það er silkimjúkt.


5. Beck - Sweet Sunshine

Lag af fyrstu plötu Becks sem hljómar allt öðruvísi en titillinn gefur til kynna. Það er enginn fuglasöngur og sumarandvari hérna.


4. Clap Your Hands Say Yeah - Some Loud Thunder

Ef ég man rétt þá hatar Vignir toppfimmari þetta lag en mér finnst það bara flott. Ég ber líka alltaf sterkar taugar til laga með áberandi kúabjöllu enda annálaður kúabjölluleikari.


3. Daniel Johnston - The Sun Shines Down On Me

Það er textinn sem grípur mig hérna. Einfaldur en hittir í mark.

I’m getting closer to the fact
I’ve turned my back on silly dreams
I’m walking down that lonely road
And my heavy load I didn’t bother to bring it



2. Sonic Youth - Rain King

Þetta kemur af meistaraverkinu Daydream Nation og ég vil benda sérstaklega á hvað trommurnar eru flottar.


1. Fleetwood Mac - Storms

Eitt af mörgum uppáhalds lögum. Tengi það reyndar við slæmt kvöld en ég get samt ekki hamið mig um að hlusta á það í sífellu. Þetta er tekið af hinni vanmetnu Tusk sem er óðum að taka fram úr Rumours sem uppáhalds Fleetwood Mac platan mín.

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

Urr! Mér finnst reyndar Some Loud Thunder ekkert lélegt. Mér finnst það bara asnalegt á þessari plötu. Það er alltaf eins og að fyrsta lagið á plötum CYHSY! eigi að vera dálítið óaðlaðandi.