Saturday, March 1, 2008

Topp 5 Tricky lög - Vignir

Þegar ég var að velja listamann á þennan lista þá ákvað ég að eyða ekki of miklum tíma í það. Ég setti mér nokkrar reglur:
  1. Þetta verður að vera listamaður sem ég hef hlustað á lengi
  2. Þetta verður að vera listamaður sem er búinn að starfa lengi
  3. Þetta verður að vera listamaður sem ég er ekki búinn að hlusta á nýlega
Það fyrsta sem datt í hausinn á mér var Tricky. Ég er búinn að vera að hlusta á Tricky allan hans feril. Byrjaði að hlusta á Maxinquaye eitthvað í kringum 9. bekk og hef alltaf haft áhuga á því sem hann gerir. Ég ákvað að gera þennan lista í tímaröð.

5. Tricky - Pumpkin
Tricky var í Massive Attack á þeirra fyrstu árum en hætti í kringum útgáfu Protection til að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Maxinquaye er alveg ótrúlega góð plata og slær varla feilspor, fyrir utan hundleiðinlegt lag með Röggu Gísla á enda plötunnar. Þessi plata er sú langbesta eftir Tricky og er hann klassadæmi um listamann sem náði toppnum strax.

4. Nearly God - Poems

Samkvæmt sögu sem ég heyrði, þá vildi Tricky halda áfram að gefa út tónlist og átti að eiga fullt af stuffi til að henda út en að plötufyrirtækið hans hafi ekki viljað gefa út tvær plötur á árinu með honum. Hann hafi þess vegna ákveðið gefa út plötu undir nafninu Nearly God. Platan er í raun samansafn af dúetum, m.a. henni Björk okkar, sem hann vann mikið með á sínum tíma og þau voru m.a.s. eitthvað að dúlla sér saman þangað til að Björk byrjaði með Goldie. Okkar manni fannst það nú ekki nógu gott og varði heiður sinn með því að lemja Goldie á einhverjum skemmtistað. Drama, drama, drama :)
Þessi plata er dimmri og drungalegri en Maxinquaye og fær maður hálfgerða innilokunarkennd á því að hlusta á hana. Hún er samt mjög góð og að mínu mati það næstbesta sem maðurinn hefur gert.

3. Tricky - Christiansands

Árið 1996 kom líka út platan Pre-Millenium Tension undir sem drengurinn gerði undir Tricky nafninu. Platan á sína spretti og þ.m.t. þetta lag. Þetta er þó ekki alveg hans sterkasta stykki en sagan segir að Tricky hafi verið orðinn frekar þreyttur á athyglinu og hafi reynt að fjarlægjast Maxinquaye sándið. Sagan segir einnig, í öðrum kafla, að í kringum útgáfuna á þessari plötu hafi hann verið byrjaður að missa það aðeins og farið að verða paranoijaður, eitthvað sem á það til að fylgja aukinni maríjúana neyslu.

2. Tricky - Broken Homes

Angels With Dirty Faces er léleg plata. Ég ætla ekki að lemja í kringum runnann með það. Tricky var víst kominn í algjört rugl á þessum tíma og að spirnga úr paranoiju og almenns klikkaraskaps. Það eru þó ljósari partar á þessari plötu og m.a. er það þetta lag þar sem PJ Harvey raular með drengnum og gerir þetta að góðu lagi.

1. Tricky - For Real

Ári eftir Angels plötuna fór aðeins að batna hjá Tricky og gerði hann stuttu plötuna Juxtapose með DJ Muggs úr Cypress Hill. Þetta er mjög góð plata og virtist vera að Tricky væri aðeins búinn að vinna sig. Á plötunni er m.a. þetta lag, For Real sem mér finnst vera eitt það besta sam hann hefur gert. Aðeins léttara stöff en það sem hann er þekktur fyrir en samt er allt hérna sem hann er þekktur fyrir, gróf röddin og frábær taktur.
Eftir þessa plötu náði Tricky aðeins meira jafnvægi og gaf út tvær fleiri plötur: Blowback og Vulnerable. Fínar plötur en ég er ennþá að bíða eftir næstu frábæru plötunni frá Tricky!

No comments: