Sunday, May 31, 2009

Topp 5 gæsahúð - Halldór














Ég tengi yfirleitt gæsahúð helst við lifandi flutning á lögum. Vissulega eru mörg lög sem hafa ótrúlegustu áhrif á mig þótt ég hlusti á þau í græjum eða heyrnatólum en mesta tengingin kemur alltaf live.

Ég er nokkuð heppinn með það að hafa farið á tónleika sem hafa skilið mikið eftir sig, ýmist í heild sinni eða lög og lög. Ég verð þó að segja að topp 26 listinn minn eru öll lögin sem Tom Waits flutti á tónleikum sem ég fór á í Dublin í ágúst síðastliðnum. Þess vegna hef ég ákveðið að þessi gæsahúðarlisti verði eingöngu með lögum af þessum tónleikum, enda nógu erfitt fyrir mig að velja einungis 5 af þeim lögum.

Lucinda/Ain't Going Down to the Well

Eftir alla biðina og spenninginn var það algjörlega epískt að sjá Tom Waits labba inn á sviðið og byrja tónleikana á þessu lagi. Ég held ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að taka gelgjuöskurkast og þarna.


Tom Traubert's Blues

Tom Traubert's Blues er lag sem mig hafði lengi lengi langað að heyra live en ég hélt að það ætti ekki eftir að gerast. Það var því mikil gæsahúð sem hríslaðist um mig þegar hann byrjaði á línunni Wasted and wounded, it ain't what the moon did. Óhætt að segja að flutningurinn hafi rokið fram úr öllum væntingum.


Innocent When You Dream

It's such a sad old feeling,
the hills are soft and green.
It's memories that I'm stealing
But you're innocent when you dream, when you dream
You're innocent when you dream, when you dream
You're innocent when you dream.

Alltaf verið eitt af mínum uppáhalds lögum og flutningurinn úr tónleikamyndinni Big Time með þeim flottari sem ég hef séð, bæði lag og atriði. Svo fékk hann alla til að syngja með, tær snilld.


Dirt in the Ground

Gæsahúð gæsahúð gæsahúð! Og tár með, sjaldan hefur eitt lag haft jafnmikil áhrif á mig og þetta. Þetta lag fyllti mig mellankólísku æðruleysi, svo fallegt en samt svo sorglegt þegar Tom Waits syngur sannleikann af þvílíkri innlifun.

What does it matter, a dream of love or a dream of lies
We're all gonna be in the same place when we die
Your spirit don't leave knowing your face or your name
And the wind through your bones is all that remains

And we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be just dirt in the ground


Make it Rain

Make it Rain er kannski fyrirfram ekki lag sem ég ætti von á að færi á þennan lista en þetta er allt spurning um aðstæðurnar. Þetta lag er á Real Gone og þar er þetta einfaldur en þéttur blús. Gott lag en kannski ekkert gríðarlega eftirminnilegt af öllum hans lögum.
Tónleikarnir voru haldnir í risastóru sirkustjaldi í miðjum Phoenix Park í Dublin. Í miðju lagi breytist þetta blúslag í hálfgerðan regndans þar sem Tom Waits fer gjörsamlega á kostum. Ekki minnkaði það svo áhrifin að heyra rigninguna dynja á tjaldþakinu.

Þetta lag kom seint á tónleikunum og eftir tónleikana þurftum við að ganga í klukkutíma, enga leigubíla að fá, í ausandi rigningunni. Það var ekki hægt annað en að hugsa um þetta lag í þeirri gönguferð. Hatturinn minni þurfti mikla aðhlynningu eftir þá ferð og skórnir lifðu hana ekki af en það eru pínulitlir hlutir að fórna þegar upplifunin er svona ótrúleg.

1 comment:

Halldór said...

Hér er önnur klippa með Make it Rain, verri hljóðgæði en þið sjáið vonandi hvað ég meina með þessu. Sjett, ég fæ gæsahúð bara við að rifja þessa tónleika upp.

http://www.youtube.com/watch?v=VG58S7KXmzo