Tuesday, June 19, 2007
K'naan
Á morgun leggjum við í leiðangurinn mikla svo það er ekki seinna vænna en að henda inn síðustu Glastonbury færslunni minni. Ég ætla að halda mig í grennd við heimstónlistina (mikið þoli ég ekki þetta hugtak samt!) en ekki alveg eins ýkt og í gær þó.
Rapparinn K'naan fæddist í Mogadishu í Sómalíu og ef það gerir manni ekki lífið erfitt þá veit ég ekki hvað. Þegar hann var 13 ára þá flúði hann land ásamt fjölskyldu sinni og settist að í Kanada. Afi hans var víst eitt fremsta ljóðskáld Sómala og K'naan er sjálfur ýmist nefndur ljóðskáld eða rappari. Hann hefur gefið út eina plötu sem heitir The Dusty Foot Philosopher þar sem hann rappar á ensku en það er ekki rapp eins og er spilað á MTV heldur er sándið dálítið afrískt. Mér finnst þetta allavega alveg massakúl (hehemm). K'naan spilar á Jazz World sviðinu á Glastonbury á laugardagseftirmiðdag.
K'naan - In The Beginning
K'naan - I Was Stabbed By Satan
Monday, June 18, 2007
Heimstónlist?
Adjágas er dúó sem samanstendur af norskum Sömum sem flytja hefðbundið Sama "joik" (bear with me here) í nýjum búningi. Þetta er frekar sérstök tónlist en um leið mjög hugljúf og róleg. Ég hef allavega aldrei heyrt neitt þessu líkt. Þau eiga að opna dagskrána á pýramídasviðinu á föstudag en það vill einmitt svo skemmtilega til að það áttu þau líka að gera á síðustu hátið. Þá skall hins vegar á svo skelfilegt veður á aðfararnótt föstudags (yfirleitt talað um það sem "a terrential downpour of biblical proportions" og já ég var á svæðinu til að upplifa það!) svo það var allt rafmagnslaust og þau gátu ekki spilað. Við skulum vona þeirra og okkar vegna að það endurtaki sig ekki núna.
Adjágas - Siivu
Tinariwen eru ellefu manna sveit af Tuareg ættbálknum sem eru í raun uppreisnarmenn og syngja aðallega um baráttu síns fólks fyrir sjálfstæði frá Malí. Ég heyrði fyrst í þeim á Robert Plant tónleikunum í Laugardagshöll en þar spilaði kallinn Amassakoul plötuna þeirra fyrir tónleikana. Þá vissi ég ekkert hvað þetta var en fannst það samt rosa töff. Það var svo ekki fyrr en seinna þegar ég las um hljómsveitina og þessa plötu að ég lagði tvo og tvo saman og tékkaði betur á þeim. Platan þeirra Aman Iman kom út í mars síðastliðnum og meðfylgjandi lag er einmitt af þeirri plötu.
Tinariwen - Matadjem Yinmexan
The New Pornographers
vá, hvað ég fattaði ekki að new pornographers séu að spila á glastó
Kristín Gróa says:
hehe júbb
krissan...5 dagar!?! says:
við erum búin að sjá new pornographers!
Kristín Gróa says:
ég hef ekkert séð þau!
Kristín Gróa says:
eða hvað? hef ég séð þau?
Kristín Gróa says:
mig rekur ekki minni til þess allavega
Kristín Gróa says:
ég held ég hefði munað það.. þau eru svo rauðhærð!
Ég er með svo ótrúlega fallegt og skemmtilegt fólk á MSN hjá mér og tileinka ég þeim þessari færslu.
The New Pornographers eru að spila á Glastonbury í ár og eru að fara að koma út með nýja plötu. Platan heitir Challengers og kemur hún út 21. ágúst. Ég er aðeins búinn að heyra af henni(m.a. hjá Agli Harðar) og ég held að hún gæti bara alveg verið hin fínasta afurð þessa góðu kanadísku krakka.
Ég hef því miður ekki hlustað eins mikið á The New Pornographers eins og ég ætti að gera. Ég komst nokkuð vel inn í Twin Cinema og finnst hún vera alveg þrusugott stykki en fór aldrei meira ofan í saumana, t.d. á eldri plötunum sem ku vera alveg jafn frambærileg, ef ekki frambærilegri en tvíburakvikmyndahúsið.
Ég læt hér fylgja með nokkur lög af nýju plötunni og eitt gamalt og gott af Twin Cinema. Það lag heitir Jessica Numbers og ef að þér, lesandi kær, vinnið við hefðbundið skrifstofustarf þá hef ég áskorun handa yður. Settu þetta lag og reyndu að halda fótunum kyrrum. Það þykir mér áreynsla hin mesta og að öllu leyti óyfirstíganlegt verkefni.
The New Pornographers - Jessica Numbers
og af Challengers:
The New Pornographers - Myriad Harbour (tjekkaðu á þessu lagi alveg til enda)
The New Pornographers - All the Things That Go to Make Heaven and Earth
Friday, June 15, 2007
Topp 5 spennandi Glastó moments - Erla Þóra
5. The Who - Baba O'Reilly
Uhhmm... þetta eru The Who. Need I say more?
4. Puppini Sisters - In The Mood
Þessar skvísur minna mig bara svoooooo mikið á síðasta sumar í London. Hlustaði á þær alveg í tætlur í hitabylgju dauðans. Vil endurlifa þau móments, tjúttandi og syngjandi með, helst í kjól og jafnvel með flotta 50's greiðslu frá hárgreiðslustofunni í Lost Vagueness ;) Super!
3. Modest Mouse - Tiny Cities Made Of Ashes
Hef nú "nokkrum sinnum" heyrt Krissu og Kristínu minnast á það þegar þær sáu Modest Mouse ;) Ég vil fá að upplifa það sama takk fyrir!
2. Arcade Fire - Rebellion (Lies)
Allt of erfitt að velja lag. Get ekki beðið eftir að sjá bara the whole set. Er reyndar ekki búin að vera nógu dugleg að hlusta á Neon Bible en ég hef samt litlar áhyggjur af því, held að þetta verði alveg bara frábært!
1. Gogol Bordello - When The Trickster Starts-A-Pokin (Bordello Kind of Guy)
Stundum er bara svo gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Mest ný-ný-nýbúin að uppgötva þessa snilld! Búin að vera með Start Wearing Purple á heilanum stanslaust í svona viku núna, farin ósjálfrátt að klæða mig í fjólublá föt og allt. Ég ætla allavega að stíga trylltan dans, hoppandi og skoppandi eins og crazy person þegar þau spila :) Ohhhh það verður svo gaman.
Svo þarf nú varla að taka það fram að ég heimta að fá Libertines-reunion á sviði. Mundi klárlega setja það í fyrsta sæti ef það væri staðfest!
Annars eru bara 5 dagar í að við sitjum í sólinni (já það verður sól!!) á Glastó :) Újé.
Topp 5 Glasto moments - Krissa
En að öllu gríni slepptu, þegar maður lendir í því 'lúxusvandamáli' að vera staddur í besta hugsanlega félagsskap á festivali þar sem maður byrjar á að horfa á Arcade Fire og ræður svo hvort maður fer og sér Arctic Monkeys, Björk, Hot Chip, Damien Rice eða Four Tet strax á eftir er lífið bara svo gott að ég held að málið sé að stressa sig ekkert á neinu heldur njóta þess að vera á Glastonbury, hitta fullt af skemmtilegu fólki, dansa á silent disco, horfa á mynd á Cinema Field, fá mér grænmetismorgunmat í Green Fields, hanga í Stone Circle, fara í casino í Lost Vagueness, gifta sig í the Chapel of Love&Loathing, dansa af sér rassinn við Chemical Brothers!!! og sjá og heyra helling af góðri tónlist...t.d. þetta:
5. Trabant
Þegar dagskráin á stóru sviðunum og tjöldunum klárast á laugardagskvöldið hlakka ég ofboðslega til að rölta í Lost Vagueness, fara í gamlan Oxfam kjól, hlæja að strákunum í gömlum smókingum með pípuhatta og fara svo í casinoið og dansa af okkur rassinn innan um allt svita- og glimmercoveraða fólkið sem þar hangir...klárlega besta venue sem til er fyrir Trabant!
4. Gogol Bordello - Start Wearing Purple
Hlakka óneitanlega til að fara með hópnum á Gogol Bordello. Stutt upphitun var tekin á Freyjugötunni um síðustu helgi og efast ég ekki um að trampið, hoe-downið, kjánadansinn og lætin verða enn skemmtilegri þegar við hlustum á þá live!
3. Modest Mouse - Tiny Cities Made of Ashes
Við Kristín sáum Modest Mouse sumarið 2004 og það var gaaaman! Ég bjóst svo innilega ekki við að þeir yrðu jafn góðir live og þeir eru. Þ.a.l. hlakka ég ekkert smá til að sjá þá aftur núna...rafmagnskontrabassi and all! :)
2. Beirut - Postcards from Italy
Jebus ég vil svo ekkert vera að rifja upp hversu oft ég er búin að renna Gulag Orkestar í gegn. Að fá að sjá Postcards from Italy live á litlu útisviði síðasta kvöldið akkurat þegar það er að verða dimmt og allir eru að njóta þess eins mikið og hægt er að vera á Glasto áður en þeir neyðast til að fara heim verður klárlega einn af hápunktum helgarinnar!
1. Arcade Fire - Rebellion (Lies)
Úff! Mig er búið að langa að sjá Arcade Fire síðan ég heyrði Funeral fyrst. Í hvert skipti sem ég heyri eitthvað frá þeim magnast sú löngun, svo ekki sé talað um hvert skipti sem ég sé eitthvað af þeim live!
Það sem ég hef séð af þeim bendir bara til þess að þau séu, hvert og eitt einasta, búin til til að vera á sviði! Orkan, gleðin og brjálæðið er bara yndi. Mig grunar að þetta verði tónleikarnir sem ég eigi eftir að vera óþolandi þegar ég tala um eftir að ég kem heim..."vá, þetta var bara svooo gaman og skemmtilegt og fyndið og rosalegt og, bara, VÁ!
Svo er Glastohópurinn okkar líka hópurINN til að sjá Arcade Fire með!
Svo má alltaf láta sig dreyma um að Pete og Carl taki The Good Old Days einhvers staðar saman. Úff, það myndi bara fullkomna helgina!!! Að geta sungið hástöfum með Good Old Days með Kristínu minni, Erlu minni og tilvonandi eiginmanninum, á Glastonbury, með bæði Pete og Carl á sviði fyrir framan sig?!? Úff! Ef það gerist ekki verðum við bara að vona að við sjáum Pete á röltinu eins og síðast - þá pikka ég í hann og bið hann með fallegasta brosinu mínu um a capella flutning! :D
Topp 5 mest spennandi Glastó moment - Kristín Gróa
5. The Chemical Brothers - Hey Boy Hey Girl / The Who - My Generation
Það er mega conflict í gangi á sunnudagskvöldinu því þar rekast á The Who og The Chemical Brothers. Ég get bara ekki ákveðið hvort mig langar meira að sjá því ég býst ekki við öðru en að báðir tónleikarnir verði mjög góðir. Ég held að Chemical Brothers settið verði algjör killer og þó ég sé ekki þekkt fyrir að dansa mikið þá myndi ég sko dansa við þá. Aftur á móti er þetta örugglega eini sénsinn sem ég hef til að sjá Who og að sjá þá spila My Generation á stóru túni með fleiri þúsund Bretum á lokakvöldi Glastonbury er væntanlega eins gott og það getur orðið. Já það er úr vöndu að ráða.
4. Beirut - Postcards From Italy
Það var nú ekkert lítið sem ég hlustaði á þetta lag á sínum tíma og ég fæ enn smá kitl í magann þegar lúðrabreikið kemur. Úff. Ég hef ekki séð Beirut á sviði áður og þar sem ég held að við séum öll mjög spennt fyrir því þá sé ég fyrir mér dans með bros á vör í sólskininu þegar þetta lag verður spilað.
3. The Libertines - The Good Old Days
Nú eru bæði Dirty Pretty Things og Babyshambles að spila á hátíðinni svo ég tel ágætis líkur á því að annað hvort Carl eða Pete taki eins og einn gamlan Libertines slagara. Þeir gera það mjög oft og þó ég sé kannski ekkert ofur bjartsýn á að þetta lag verði fyrir valinu þá held ég í vonina. Það myndi það gleðja mitt litla hjarta svo ofboðslega mikið að heyra það!
2. Modest Mouse - Paper Thin Walls
Við sáum Modest Mouse á Reading '04 (og fáum enn martraðir um hvíta rafmagnsbassann... GAHHH) og þó ég hefði ekki hlustað á neitt með þeim nema Good News... fyrir þá tónleika þá skemmti ég mér svo svakalega vel að ég dauðsá eftir því að hafa ekki kynnt mér þá fyrr. Nú hef ég aftur á móti hlustað meira á þá en góðu hófi gegnir og held þess vegna að ég muni skemmta mér enn betur í þetta sinn. Það er ekki auðvelt að velja eitt lag fram yfir annað en þetta er svo hresst og skemmtilegt að það passar fullkomlega fyrir Glasto :)
1. The Arcade Fire - Rebellion (Lies)
Mig hefur svo lengi langað til að sjá Arcade Fire og nú er loksins komið að því. Ég man enn hvað Funeral ruglaði algjörlega í hausnum á mér þegar ég heyrði hana fyrst. Ég vissi ekkert hvað ég var að kaupa, var bara að lesa árslista Pitchfork þar sem þessi plata var á toppinum og ákvað að panta hana að utan. Úff hún kom ánægjulega á óvart þó ekki sé meira sagt. Ég er í raun spennt fyrir að heyra öll lögin þeirra en þetta hefur samt vinninginn því það minnir mig á allt of skemmtilega tíma með Krissunni minni og Erlunni minni. Það er alveg fullkomið að við skulum allar sjá þau í fyrsta skipti saman og ég held að það verði án efa hápunktur þessarar hátíðar :)
Topp fimm Glastó móment - Vignir
5. The Who - Baba O'Reilly
Ég veit ekki hversu mikið ég mun sjá af Who þar sem að Chemical Brothers eru á svipuðum tíma en ég vona innilega að þetta verði fyrsta lagið þeirra. Introið er svo mikil snilld, fyrst kemur hámark synthabrjálæðis Pete Townshend, svo kemur inn píanóið (svo tært og flott á Who´s Next?) og þegar trommurnar kikka inn er málið dautt.
Vonandi verður maður bara búinn að gleyma hversu oft þessu var nauðgað í Rockstar: Magni-ficent!
4. Maxïmo Park - Apply Some Pressure
Vá hvað ég mun hoppa mikið þegar þetta lag byrjar. Vonandi verður þetta eitt af seinustu lögunum, þannig að maður verði búinn að vera kominn í ofur mikið stuð þegar það skellur á.
3. Chemical Brothers - Block Rockin Beats
Ég mun svoleiðis ekki bera ábyrgð á því hvað líkaminn minn gerir á meðan á þessu lagi stendur! Dansflipp fyllt með nostalgíukasti og dash af ölæði. VÚHÚ! Það er reyndar spurning hvað það verður mikil orka eftir í manni þar sem að þeir eru að spila á sunnudagskvöldinu.
2. Modest Mouse - Dark Side of the Universe
Mér finnst nú ólíklegt að þetta lag verði spilað. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að seinustu tvær plöturnar muni fá mestu athygli drengjanna. En ef eitthvað verður spilað af The Moon and Antartica þá vona ég aldeilis að þetta lag verði fyrir valinu, eða Tiny Cities Made of Ash eða Alone Down There eða Paper Thin Walls eða I Came As a Rat eða Gravity Rides Everything eða bara hvaða lag sem er af plötunni! :)
1. Arcade Fire - Wake Up
Ég þurfti að velja eitt lag en andskotinn hvað það er erfitt. Ég hlakka alveg brjálæðislega til að heyra öll lög með þessari hljómsveit! Þetta lag kemst þó efst á óskalistann af því að það er svo ofur gott crowd lag, ég meina, allir geta sungið viðlagið :) Svo kemur skiptingin í laginu og stóri nördasláninn hleypur til og finnur harmonikku til að klára lagið. Scheise hvað þetta verður gaman.
og svo ein óskhyggja:
Dirty Pretty Things feat. Pete Doherty - The Good Old Days
Mér finnst að svona í seinni part tónleikanna ætti Carl Barat að segja að hann þyrfti að fá hjálp við næsta lag og segja að vinur hans ætli að syngja með honum. Svo kæmi Pete Doherty labbandi út á svið, gæfi Gary Powell high five og knúsaði Carl Barat. Svo myndu þeir syngja þetta lag, sem er ekki bara besta lag Libertines heldur líka eitt besta lag sem hefur verið samið á þessari öld.
Topp 5 mest spennandi Glastó moment - Zvenni
1921
Pictures of Lily
Tattoo
Baba´O Riley
A Quick One, While He´s Away
Thursday, June 14, 2007
The Puppini Sisters & The Pipettes
The Puppini Sisters eru þær Marcella Puppini, Stephanie O'Brien og Kate Mullins sem syngja með backup hljómsveit. Á plötunni þeirra, Betcha Bottom Dollar, taka þær mörg þekkt lög og syngja í 40's stíl. Þar á meðal eru lög sem áður hafa verið sungin í svipuðum stíl (Mr. Sandman) en einnig ný lög sem forvitnilegt er að heyra í nýjum búningi (Wuthering Heights, Panic). Þetta hefur visst skemmtanagildi og svo eru þær líka svo gasalega smart í 40's fötunum sínum!
The Puppini Sisters - Heart Of Glass
The Pipettes eru þær Becki Pipette, Gwenno Pipette og Rose Pipette (ekki þeirra eigin nöfn) ásamt fimm manna hljómsveit sem eru stundum nefndir The Cassettes en eru í raun hluti af hljómsveitinni. Sveitin var "búin til", þ.e. hugmyndin var að gera nútímalega 60's stelpuhljómsveit sem samanstæði af þremur söngkonum í samstæðum fötum sem syngju eðalpopp. Hér eru engar ábreiður heldur öll lagin frumsamin og að mínu mati tókst einstaklega vel til því þetta eru ekta stelpuhljómsveitarlög... poppuð, catchy og skemmtileg. Ég er auðvitað sucker fyrir svona sixtís sveitum svo ég beit strax á agnið og hlustaði á fátt annað í sumarfríinu mínu í fyrra. Ef það er til fullkomin tónlist til að hlusta á liggjandi við sundlaugarbarminn á frönsku rívíerunni þá er það þetta :)
The Pipettes - Pull Shapes
Wednesday, June 13, 2007
Editors
Ég hef alltaf kallað Editors "Interpol fátæka mannsins" og ég ætla nú bara að halda mig við það. Tónlist þeirra svipar til tónlist Interpols og söngvarinn, Tom Smith, er nú með rosalega svipaða rödd og Paul Banks, söngvari Interpol.
Ég er nú samt ekki að segja að þetta sé eitthvað léleg hljómsveit. Þvert á móti, The Back Room er mjög sterk debut plata en ég er ekki alveg seldur á nýju plötunni. Ég er búinn að heyra þrjú lög af henni og þau eru svona upp og ofan. Ég hlakka þó til að heyra hvernig lokaútkoman verður. Ég setti hérna niðri þessi lög sem að ég var búinn að komast í.
Racing Rats byrjar mjög vel með flottu píanói og mjög hefðbundnu Editors viðlagi. Seinni parturinn fer þó aðeins í mig.
Smokers Outside the Hospital er alveg fínasta lag fyrir utan hvað textinn er eitthvað kjánalegur.
An End Has a Start hefur smá U2 fíling í byrjun í gítarnum. Svo kemur enn eitt Editors viðlagið.
Þessi lög sýna kannski hvað það er sem er að pirra mig. Þetta virðist allt vera svo eins. Ég er að verða dálítið hræddur um að drengirnir hafi ekkert vaxið frá seinustu plötu og ætli að gefa okkur bara meira af því sama. En ég ætla að bíða með alla sleggjudóma þangað til að platan kemur öll.
Ég er þó alveg frekar spenntur að sjá þá á Glastonbury og ég hef alveg trú á því að þeir verði góðir, sérstaklega með það í huga að þeir eiga eftir að fá crowdid alveg funheitt eftir Maxïmo Park.
Ég læt líka fylgja með lagið Blood af plötunni The Back Room. Mér finnst þetta lag vera þeirra besta. Það kemur 3 sekúndna partur á 3:05 sem mér finnst vera algjörlega fullkominn, ég veit ekki hvernig væri hægt að gera hann betri. Það kemur smá svona break og þá er laumað inn mjög flottri bassalínu sem eltir sönginn. Alger snilld. Svo er líka kúabjalla í laginu :)
Ryan Adams
Nýja platan hans Ryan Adams ber nafnið Easy Tiger og kemur út þann 25. júní næstkomandi. Þau lög sem ég hef heyrt hljóma bara nokkuð vel og ef þau gefa rétt mynd af plötunni þá virðist hún vera frekar róleg og hugguleg... svona tímalaus plata sem er alltaf hægt að setja á fóninn. Það eru meðmæli því þannig plötur eldast oft mjög vel og verða í uppáhaldi. Ég læt hérna fylgja eitt lag af nýju plötunni og tvö auka svona til gamans.
Ryan Adams - Oh My God, Whatever, Etc.
Ryan Adams - Return Of The Grievous Angel (Gram Parsons cover)
Ryan Adams & Elton John - Tiny Dancer
Tuesday, June 12, 2007
Seasick Steve
Seasick Steve heitir maðurinn en ég held þó að hann hafi ekki verið skýrður það. Hann er alvöru blúskall og hefur lifað blúsinn í gegnum ævina. Við 14 ára aldur fór hann að lifa á götunni og lifa á gítarnum sínum og lenda af og til í kasti við lögin.
Hann spilar flest lögin sín á gítörum sem hann er búinn að fikta eitthvað til(eða eins og við nördin segjum, modda). Hann spilar t.d. á gítar sem er bara með 3 strengi eftir á sér.Gítarinn keypti hann á of háu verði af svikulum gaur og hann lofaði að fara út um allan heim og segja öllum hversu svikinn hann var í þessum gítarkaupum. Hann notar trommuheila sem heitir "The Missisippi Drum Machine" sem er stappið í fætinum hans Steve.
Steve er svalur gaur og ég hlakka alveg ótrúlega til að sjá hann á Glastonbury. Ég hef séð nokkur vídjó af kallinum á tónleikum og ég held að hann verði alveg ótrúlega skemmtilegur. Svo er hann líka á fimmtudeginum áður en hátíðin byrjar fyrir alvöru.
Seasick Steve - Dog House Boogie
Spilandi Dog House Boogie hjá Jools Holland
Seasick Steve - Cut My Wings
Spilandi Cut My Wings á festivali í Skotlandi
Guillemots
Nú er bara rúm vika í Glastonbury og ég alveg að tryllast úr eftirvæntingu. Guillemots er ein af mörgum spennandi hljómsveitum sem koma fram á hátíðinni og á einhverju vafri um daginn rakst ég á þetta cover þeirra af Streets laginu Never Went To Church. Þetta hljómar ágætlega en enn skemmtilegra er slagarinn þeirra, Trains To Brazil, sem ég læt fljóta með af því það passar svo vel við þetta æðislega veður sem er úti.
Guillemots - Never Went To Church
Guillemots - Trains To Brazil
Monday, June 11, 2007
Þú ættir að hlusta á...
Ein stærstu mistök ævi minnar voru gerð á fyrstu vikum mínum þegar ég bjó í Edmonton, Kanada að skiptinemast. Ég fékk póst frá dreng sem hét Brad sem var í tölvunarfræði sem hljóðaði svo: "Friday is my birthday and that calls for only one thing: Gipsy Punk!" Þá var hljómsveitin Gogol Bordello að spila á knæpu í bænum og skyldi fjölmenna á þessa tónleika.
Því miður þá gerði ég of mikið úr skólanum og ákvað að fara ekki, auk þess sem ég þekkti ekki hljómsveitina nógu vel. Þetta voru algjör mistök hjá mér þar sem að ég komst seinna að því að þetta væri ein geðsjúkasta(bókstaflega), hressasta og skemmtilegasta hljómsveit sem ég hef heyrt í.
Tónlistin þeirra er einfaldlega sígaunapönk, blanda af austur-evrópskri tónlist, sígaunatónlist og svo old-school pönki. Hljómsveitin var stofnuð í New York en meðlimirnir eru einmitt allir innflytjendur frá Austur-Evrópu og, að mig minnir, flest öll frá Úkraínu.
Gogol Bordello voru að gefa út nýja plötu sem heitir Super Taranta og munu vera að spila á Glastonbury í ár. Þau eru reyndar klukkan 14 á stærsta sviðinu og munu því ekki alveg njóta sín og svo munum við aðeins missa af byrjuninni þeirra þar sem að Modest Mouse er að spila á svipuðum tíma. En ég vil fá þetta band á klakann, Nasa væri fínt og allt væri fljótandi í ódýrum vodka.
Hérna eru 3 hljóðdæmi. Eitt af hverri plötu:
When The Trickster Starts A-Pokin (Bordello Kind of Guy) af plötunni Multi Kontra vs. Irony
Start Wearing Purple af Gypsy Punks Underdog World Strike
Harem in Tuscany af Super Taranta
Næst - Ég hlakka til
Þar á fólk að setja topp 5 lögin sem það hlakkar mest til að sjá á hátíðinni. Fólk er beðið um að hafa miklar og tilfinningalegar lýsingar á mómentinu sem það sér fyrir sér.
Justice
Þetta franska elektró dúó á víst að vera það allra heitasta þessa dagana. Fyrsta platan þeirra kemur út í dag og það er að byggjast upp þokkalegt hype í kringum þessa gaura. Þetta hljómar ágætlega og ætti svo sem að fá fólk til að hrista skankana þó það risti ekki sérlega djúpt. Myndbandið er nokkuð töff en ég er nú ekkert að missa mig yfir þessu samt... hvað finnst ykkur?
Justice - D.A.N.C.E.
Friday, June 8, 2007
Topp 5 rigningarlög - Krissa
5. The Coral – In the Morning
“Out of the dark and into the light
When the morning comes
I will be alright”
Dreaming of You með The Coral er sing-along lagIÐ fyrir breskt festival – það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði það fyrst “vá hvað væri gaman að vera á Glastonbury með fullt af fólki í góðu veðri og dilla sér við þetta!”. Ef Dreaming of You er sólarfestivallagið er In the Morning rigningarfestivallagið þeirra. Eitthvað sem langflestir gætu dillað sér við, sungið pínu með og brosað þrátt fyrir að það væri ekta english summer rain...en gengur samt alveg þó það sé gott veður. Gott að vera viðbúin öllu, sérstaklega miðað við að fyrstu tvo dagana okkar á Glastonbury '05 var svona veður en á föstudeginum svona.
4. The Beatles – Rain
"Rain, I don't mind
Shine, the weather's fine"
Eftir Singin' in the Rain myndi ég svo fara beint yfir í Rain með ze Beatles...Gott gott lag með 100% viðeigandi texta. “Rain, I don't mind. Shine, the weather's fine”! Það verður svo gaman! :)
3. Gene Kelly – Singin' in the Rain
"I'm singing in the rain
Just singing in the rain
What a glorious feeling
I'm happy again"
Ef Chaac líst ekki nógu vel á okkur og byrjar að láta rigna er ekkert hægt annað en gera gott úr hlutunum, dansa smá og syngja Singin' in the Rain eins hátt og hægt er með bros á vör :)
2. The Beta Band – Dry the Rain
"Take me in and dry the rain"
Vá ég er búin að hlusta svo allt of mikið og oft á þetta lag! Lágstemmt en hresst og ef það kemur rigning langar mig mest að vera með brosið út að eyrum, regndropana lekandi niður andlitið, horfa í kringum mig á allt hitt glaða fólkið og syngja þetta :)
1. Jimmy Cliff – I Can See Clearly Now
“"I can see clearly now the rain is gone
I can see all obstacles in my way.
Gone are the dark clouds that had me blind
It's gonna be a bright, bright sunshiny day"
Sunnudagur, Glastonbury 2005. Hætt að vera nótt, kominn morgun. Rölta að tjaldi eftir alltof góða tónleika, alltof skemmtilegt Lost Vagueness og alltof skemmtilegt Silent Disco. Loksins orðið þurrt eftir alla rigninguna, pínu farið að birta og allir í jolly good mood. Allir básar lokaðir nema Wine Bar. Byrjar Jimmy Cliff ekki að hljóma úr litlu hátölurunum framan á Wine Bar og allir sem eru að labba að tjöldunum sínum að syngja með. Fullkomið fullkomið fullkomið og pottþétt lagið sem ég myndi helst syngja til að gleðja Chaac! :)
Topp 5 rigningarlög - Kristín Gróa
5. The Prayers & Tears Of Arthur Digby Sellers - Raining In Darling
Oh it don't rain anymore
I go outdoors where it's fun to be
And I know you love me
I know you do
Ég er engan veginn að halda því fram að þetta sé á einhvern hátt betra en upprunalega útgáfa lagsins með Bonnie 'Prince' Billy (þvert á móti). Ég rakst aftur á móti á þetta um daginn og þar sem mér fannst þetta nokkuð flott datt mér í hug að deila þessu frekar með ykkur en hinu. Will Oldham fær samt í raun fimmta sætið... bara svona á ská í þetta sinn.
4. The Beta Band - Dry The Rain
Walked in the corner of the room
A junk yard fool with eyes of gloom
I asked him time again
Take me in and dry the rain
Ég sé það alveg fyrir mér að standa hundblaut á miðju túni í Somerset og finnast það vera svona nettur bömmer en svo styttir skyndilega upp og rétt í því kemur gaur labbandi með boombox á öxlinni þar sem þetta lag er í gangi og skyndilega verður lífið bara alveg fjári gott. Ekki væri verra ef allir færu svona dilla sér í takt við lagið í svona kammó fíling og já ég ímynda mér alveg svona senur í hausnum og það er ekkert óeðlilegt!
3. Neil Young - See The Sky About To Rain
See the sky about to rain
Broken clouds and rain
Locomotive, pull the train
whistle blowin' through my brain
The obligatory Neil Young song. Ekki nóg með að þetta sé af einni af uppáhalds NY plötunum mínum (og já ég á margar uppáhalds enda NY frík) heldur er þetta bara svo melankólískt og fallegt lag. Hér er það í frábærri live útgáfu af Live At Massey Hall 1971 plötunni.
2. The Cure - Plainsong
"I think it's dark and it looks like rain" you said
"And the wind is blowing like it's the end of the world" you said
Mér hefur alltaf fundist þetta lag vera mjög blautt. Ég sé Robert Smith fyrir mér sitja á gangstéttarbrún í hellidembu með maskarann lekandi niður andlitið og þó það sé voða sorgleg sjón þá er ég samt glöð að honum líði nógu illa til að geta samið þetta æðislega lag. Ég er bara ekki betri manneskja en þetta.
1. The Beatles - Rain
Rain, I don't mind
Shine, the weather's fine
Can you hear me, that when it rains and shines
It's just a state of mind?
Fyrir utan að vera í miklu uppáhaldi hjá mér þá finnst mér þetta lag líka passa vel fyrir þennan lista því hvað sem gerist þá ætla ég að skemmta mér vel á Glastonbury, come rain or come shine. Rigning eða sól? Skiptir ekki öllu máli!
Topp 5 rigningarlög - Zvenni
Hvert sem maður fer þá rignir alltaf á mann.
4. Kathy's Song – Simon and Garfunkel
And as I watch the drops of rain
Weave their weary paths and die
I know that I am like the rain
There but for the grace of you go I
Paul Simon syngur um efasemdir um verk sín og eigin ágæti. Allt væri í vaskinum ef væri ekki fyrir kærustuna í landi rigningarinnar.
3. Rainy Night In
I took shelter from a shower
And I stepped into your arms
On a rainy night in Soho
The wind was whistling all its charms
We watched our friends grow up together
And we saw them as they fell
Some of them fell into Heaven
Some of them fell into Hell
Shane MacGowan hefur eflaust lent í nokkrum rigningarskúrum um ævina en rifjar hér upp einn sem endaði vel. Veltir í leiðinni fyrir sér örlögum fólksins í kring um sig. Flott lag um eitthvað, veit ekki alveg hvað, en það er flott og það rignir.
2. Tupelo – Nick Cave and the Bad Seeds
And the black rain come down
The black rain come down
The black rain come down
Water water everywhere
Where no bird can fly no fish can swim
Where no bird can fly no fish can swim
No fish can swim
Until the king is born!
Until the king is born!
In tupelo! tupelo-o-o!
Til the king is born in tupelo!
Cave syngur um vota daginn sem Elvis Aaron Presley fæddist og tvíburabróðir hans Jesse Garon dó í Tupeló. Myrk og blaut frásögn af fæðingardegi kóngsins.
Fór á hróarskelduhátíðina 17 ára gamall með vinum mínum Árna og Sigurði Gísla. Það ringdi mikið á okkur að utan sem innan. Í mestu hellidembunni lágum við 3 sofandi í tveggja manna tjaldinu okkar er ég áttaði mig á því að Fogerty var að byrja. Ég klæddi mig í hvelli í regngallann, stígvélin og greip regnhlífina. Skildi vini mína eftir í votri gröf og hélt áleiðis að órans sviðinu.
Stóð stirður í rigningunni þegar gallabuxna- og gallajakkaklæddur hippi um fimmtugt nálgaðist mig hægt og rólega. Hann var gegnvotur með skegg og sítt hár í fléttum og minnti á Willy Nelson. Hann muldraði eitthvað á þýsku sem ég skildi ekki en tjáði mér með handabendingum að hann langaði að deila með mér regnhlífinni. Ég lagaði hana til svo það væri pláss fyrir tvo og hann skreið undir.
Gaurinn tók eftir tóma bjórglasinu mínu og hellti helmingnum úr glasinu sínu í mitt. Þarna stóðum við og horfðum á miðaldra fólk dansa við ungviði sín rennblaut undir tónum Who´ll stop the rain.
Topp 5 Rigningarlög - Vignir
5. Slayer - Raining Blood
Raining blood
From a lacerated sky
Bleeding its horror
Creating my structure
Now I shall reign in blood!
Þetta er svo rosalega mikill metall. Lagið meira að segja byrjar á þrumuveðri!!! Hinsvegar vonast ég ekki eftir blóðregni á Glastonbury, þannig að vonandi mun það ekki gerast.
4. Prince - Purple Rain
Ef að það skyldi byrja að rigna fjólubláu regni á Glastonbury þá væri mér svo sem sama ef að það fylgdi svona ofur gítarsóló með.
3. Mint Royale - Singing in the Rain
Hérna er söngurinn hjá
Yfirleitt myndi ég pirrast í tætlur og öskra grafarrán og vera pirr og brjál en af einhverjum ástæðum þá gerir þetta mig ekki neitt voða pirraðan. Svo vona ég líka bara að verða svona glaður ef það skyldi rigna á Glastó. Ef að það verður að rigna á Glastó, þá vona ég að það verði svona gleðiregn.
2. Stars - Your Ex-Lover is Dead
God that was strange to see you again
Introduced by a friend of a friend
Smiled and said 'yes I think we've met before'
In that instant it started to pour,
Captured a taxi despite all the rain
We drove in silence across Point Champlain
And all of the time you thought I was sad
I was trying to remember your name…
Rigningin í þessu lagi er svokallað tilfinningaregn en lagið er samt sem áður frábært bömmerlag um að hitta aftur manneskjuna sem braut hjartað manns. Svo er þetta fyrsta lag plötunnar og byrjunin á laginu er svo ótrúlega flott byrjun á plötu. Ég vona nú samt að það verði ekkert svona tilfinningaregn á Glastó.
1. Creedence Clearwater Revival - Who'll Stop the Rain
Long as I remember the rain been coming down.
Clouds of mystery pouring confusion on the ground.
Good men through the ages, trying to find the sun;
And I wonder, still I wonder, who'll stop the rain.
John Fogerty og félagar eru algjörir snillingar í að semja rigningarlög og til alveg heill helvítis hellingur af lögum um rigninguna. Þetta lag varð fyrir valinu mínu frekar en Have You Ever Seen the Rain eiginlega bara af því að ég var í þannig skapi. Hér er rigningin svokölluð myndlíking fyrir ruglið á þessum tíma eins og Víetnam stríðið.
Svo er CCR alveg frábær föstudagshljómsveit því þeir gera lög sem verða betri með bjórglas í hönd.
Thursday, June 7, 2007
Ný plata með Spoon væntanleg
Já! Sjötta plata hinnar frábæru texnesku sveitar Spoon er að koma út í sumar! Ég veit það hlustar enginn á Spoon en það er bara einn stór misskilningur sem ég er að gera mitt allra besta til að leiðrétta. Platan mun heita því furðulega nafni Ga Ga Ga Ga Ga en við látum það nú ekki skemma fyrir okkur heldur hlustum bara með gleði í hjarta á smá sýnishorn:
Spoon - The Underdog
Lúðrar! Klapp! Dillitaktur! Þessi rödd! Jeijj!
Wednesday, June 6, 2007
Næst - Fórnir til regnguðanna
Ákveðið hefur verið að færa fórnir til regnguðsins Chaac. Chaac hefur helst áhuga á að fá blóð til fórnar eða að fá fjóra drengi til að leika froska. Við teljum þó að Chaac sé nútímamaður innst við beinið og sé bara alveg sáttur við að fá lista yfir 5 bestu regnlögin.
Chaac hress bara
Monday, June 4, 2007
White Rabbits
Í dag birtist ansi hreint jákvæður dómur á Pitchfork þar sem verið að fara yfir plötuna Fort Nightly með hljómsveit að nafni White Rabbits. Fyrsta lagið á plötunni er eiginlega bara skólabókardæmi um hvernig gott indírokklag á að hljóma og ég hef á tilfinningunni að það verði í miklu uppáhaldi á næstunni. Þetta er lag sem vinnur stöðugt á og ég mæli með að þið hlustið á það ef þið hafið ekki þegar gert svo! Tékkið svo líka á mæspeisinu þeirra úr því þið eruð að þessu ;)
White Rabbits - Kid On My Shoulder
Friday, June 1, 2007
Topp 5 Guilty Pleasures - Vignir
1. Justin Timberlake - Like I Love You
Það var svo auðvelt að hata þetta lag.
- Krullaði gaurinn úr N'Sync ætlaði að verða sólóstjarna
- Hann söng eins og stelpa
- Hann dansaði í gegnum allt myndbandið
- Hann var krullaður
- og svo það besta: Hann tók alveg (rosalegt!) móment þegar það kom break í laginu og hann syngur: "You know, I used to dream about this when I was a little boy"
Ég var í miklu sálarstríði á þessum tíma. Ég gat ekki hlustað á lagið og kinkað kolli eins og að mér fyndist það gott heldur varð að fussa yfir laginunni og humma með inn í hausnum. Svo héldu bara áfram að koma út fleiri góð lög með gerpinu og ég fattaði að Justin væri bara alveg fínn gaur og væri að þora að gera það sem Michael Jackson þorði að gera í gamla dag. Gera gott popp og syngja eins og stelpa.
Þegar seinni platan kom svo út þá þorði ég að koma út úr skápnum sem Justin aðdáandi og fór m.a.s. á tónleika með honum á dögunum og skemmti mér konunglega. Ekki jafnvel og stelpurnar sem sátu við hliðina á mér og voru svo miklu meira skotnar í honum en ég.
2. Amerie - 1 Thing
Ég átti mjög erfitt með þetta lag. Voðalega mikil R&B lykt af söngkonunni. Myndbandið var týpískt bootie-shaking myndband. En ég var síðan alveg ótrúlega skotinn í taktinum í laginu og stalst alloft í að hlusta á það.
3. Nelly Furtado - Say It Right(ft. Timbaland)
Mér finnst þetta lag bara ógeðslega flott og takturinn vera alveg geðveikur. Timbaland er minn maður.
4. Linkin Park - Faint
Ég veit að Linkin Park er Musical Travesty. En af einhverjum ástæðum finnst mér þetta gott lag (ef maður bara sleppir því að hlusta á textann).
5. Madonna - Like A Prayer
Mér á ekki að finnast þetta lag eða hvaða lag sem er með Madonnu vera gott. En það er eitthvað svo óttalega mikið drama í þessu lagi og svo er held ég rosaleg nostalgía í mér yfir myndbandinu eða eitthvað.
Topp 5 guilty pleasures - Kristín Gróa
1. Cyndi Lauper - True Colors
You with the sad eyes
Don't be discouraged
Oh, I realize
It's hard to take courage
Þetta er reyndar eitt af alltime uppáhalds lögunum mínum og ég hef spilað það svo skammarlega oft að ég kann það orðið betur en flest uppáhalds Dylan lögin mín. Já þetta er skandall... fjárans Cyndi Lauper af öllum líka!
2. Sophie B. Hawkins - Damn I Wish I Was Your Lover
Damn I wish I was your lover
I'd rock you till the daylight comes
Make sure you are smiling and warm
Ég rakst á þetta lag um daginn þegar ég var að sanka að mér 90's lögum og það hefur verið á repeat síðan. Ég hef aldrei heyrt neitt annað frá þessari stúlkukind enda efast ég um að það sé nokkuð við mitt hæfi. Ég man hins vegar mjög greinilega eftir því að hafa séð myndbandið á VH1 úti í Rússlandi þegar ég lá veik með ekkert nema 60 rússneskumælandi stöðvar til að horfa á! Haha good times.
3. Toni Basil - Hey Mickey
Oh Mickey, what a pity
You don't understand
You take me by the heart
When you take me by the hand
Þetta lager nú orðið hálfgert cult classic og það muna auðvitað allir eftir hey mickey senunni úr Wayne's World svo kannski er engin svakaleg skömm að fíla þetta. Þetta er samt alveg ferlega hallærislegt lag en um leið svo catchy og ýkt að það er erfitt að standast það.
4. Kylie Minogue - In Your Eyes
It's in your eyes
I can tell what you're thinking
My heart is sinking too
Ég keypti "Ultimate Kylie" safndiskinn þegar ég var síðast í Ástralíu enda fannst mér það alveg við hæfi að hlusta á þjóðarstoltið þegar ég keyrði um sveitir Suður Ástralíu. Það endaði fljótlega þannig að í hvert skipti sem ég settist í bílinn spilaði ég þetta lag tvisvar og setti svo Augie March diskinn í enda Kylie í heild aðeins of sykursæt fyrir mig. Þetta lag er bara fullkomið popp og það er alveg æði að hlusta á það þegar maður keyrir um í sólskininu.
5. Janet Jackson - Again
I come from a place that hurts
And God knows how I've cried
And I never want to return
Never fall again
Já þetta er Janet Jackson og já þetta er viðbjóðslega væmin ballaða en ég get ekki að þessu gert! Ég tengi þetta eitthvað við íslenska listann á Bylgjunni sem ég hlustaði samviskusamlega á þegar ég var 12 ára í þeirri von um að heyra skemmtileg lög til að taka upp á kassettu. Those were the days my friend....
Topp 5 guilty pleasures - Zvenni
Heyrði þetta lag í sjónvarpsþætti þar sem brandarinn gekk út á að aðalsögupersónan væri journey-aðdáandi. Ég hló grunlaus að honum eins og hinir. Samt sem áður losnaði ég ekki við lagið úr höfðinu. Endaði á að hala því niður og þá var það komið til að vera.
You Only Tell Me You Love Me When You're Drunk - Pet Shop Boys
Man hvað ég gerði mikið grín að Palla vini mínum fyrir að fíla þetta halló júróhommapoppband. Hló bókstaflega að honum. En rakst síðan einhvern tímann á texta á netinu sem mér fannst ansi smellinn. Eitthvað í anda Cave eða Cohen um óendurgoldna eða íllendurgoldna ást. Fannst þetta virkilega öflugt. Komst síðan að því að þetta var Pet Shop Boys. Var ekki sáttur. En ákvað að takast á við fordóma mína, heimsótti Palla og fékk diskinn lánaðann. Og viti menn, þrátt fyrir halló intró, útró og synth-útsetninguna þá var það bara ansi gott.
I Can Make You A Man - Tim Curry
He'll be pink and quite clean
He'll be a strong man, oh honey...
But the wrong man
Tim Curry í toppformi í hlutverki sínu sem Dr Frank-N-Further í The Rocky Horror Picture Show. Hlustaði ansi mikið á plötuna þegar ég var yngri. Skildi lítið í textunum, sá svo myndina hjá Guðjóni vini mínum, það útskýrði margt.
Faith Of The Heart - Russell Watson
Mjög umdeilt lag. Var upphafslagið í Enterprise, nýjustu star trek seríunni. Framleiðendur þáttanna ákváðu að breyta út af vananum og nota popplag í stað hálfklassisks hljómverks eins og hefð var fyrir. Útkoman var Bon Jovi-legur og væminn söngur um trú á styrk manneskjunnar og staðreyndina að ef viljinn kemur frá hjartanu er allt mögulegt. Átti reyndar vel við þema þáttana sem gerðust 100 árum áður en hinar seríurnar áttu sér stað í framtíðinni. Mannkynið rétt búið að uppgötva vörpuaflið (þökk sé Zefram Cochrane) og er að stíga sín fyrstu skref í geiminum fyrir alvöru í skugga Vúlkananna sem vilja halda aftur af ákafa jarðnesku frumherjanna vitandi betur um hætturnar sem bíða þeirra. En ekkert getur stöðvað mann eins og kaptein Jonathan Archer (leikinn af Scott Bakula úr Quantum Leap þáttunum) í að fljúga skipinu sem faðir hans vann svo hart að en lifði ekki til að sjá komast úr geimhöfn.
Allaveganna... hræðilegt lag sem venst hægt og hægt og um mitt annað tímabil af líftíma þáttanna var það orðið bara ansi gott. Þeir dóu stuttu seinna. Ekki nægt áhorf.
Babooshka - Kate Bush
Sá myndband á vh1 sem óharðnaður táningur. Kate Bush klædd sem einhvers konar Zenu-Valkyrja sveiflandi sverði og svífandi í kring um kontrabassa til skiptis. Lagið var heillandi á undarlegan hátt og hræðilega hallærislegt á sama tíma. Tók langan tíma að melta það almennilega. Varð aldrei almennilega samur eftir það.