Tuesday, July 3, 2007

The Stone Roses


Ég hef oft gert grín að bróður mínum fyrir það að kaupa óvart aftur diska eða dvd myndir sem hann á fyrir og hefur þótt það merki um að hann kaupi meira en hann nær að hlusta á. Mér var því ekki skemmt þegar ég var að ganga frá diskunum sem ég keypti úti í London og uppgötvaði að ég hafði keypt annað eintak af The Stone Roses með The Stone Roses. Hvernig gat mér dottið í hug að ég ætti ekki þennan disk? Ég sem var komin með The Last Waltz með The Band í hendurnar en lét hann mæta afgangi og tók þennan í staðinn. Iss!

Diskarnir sem ég keypti eiga það annars sameiginlegt að það er eiginlega skandall að ég skyldi ekki eiga þá fyrir. Það er því kannski bara jákvætt að ég skyldi eiga Stone Roses diskinn... hann er auðvitað skyldueign.

The Stone Roses - I Am The Resurrection
Axton Kincaid - I Wanna Be Adored (Cover)

No comments: