Friday, July 13, 2007

Topp 5 cover lög - Kristín Gróa

5. Cat Power - I Found A Reason (The Velvet Underground)

Mér finnst þessi útgáfa alls ekkert betri en orginallinn en hins vegar þá er þetta uppáhalds Cat Power lagið mitt. Mér finnst snilldin við þetta í raun sú að útgáfurnar eru um leið rosalega ólíkar og textinn ekkert alveg sá sami en samt er einhvernveginn sami andinn í þeim báðum.


4. The Kingsmen - Louie Louie (Richard Berry)

Þetta lag þekkja allir enda hafa ótalmargir listamenn koverað það. Það er hins vegar þessi útgáfa sem er eiginlega "default" þó hún sé ekki sú upprunalega. Sumir kalla þetta fyrsta pönklagið og það er kannski nokkuð til í því.

3. Flying Lizards - Money (Barrett Strong)

Hér er annað lag sem margir hafa tekið og þó sjálfir Bítlarnir séu þar á meðal þá finnst mér þessi útgáfa samt betri. Hún er öðruvísi, svo mikið er víst.

2. Them - Baby Please Don't Go (Big Joe Williams)

Orginallinn er blúsaður og flottur en þessi ofsafengna útgáfa er mikið þekktari. Van Morrison geltir út úr sér textanum og session maðurinn ungi Jimmy Page spilar gítarriffið flotta.


1. Lou Reed - This Magic Moment (The Drifters)

Lou Reed tekur þetta klassíska lag sem allir þekkja og gjörsamlega snýr því á haus. Þetta er sama lagið en það er svo algjörlega óþekkjanlegt að fyrst fattaði ég ekki einu sinni hvaða lag þetta var. Svona á gott kover að vera... taka flott lag, setja sitt mark á það og skila einhverju alveg einstöku.

No comments: