5. Joe Cocker - With a Little Help from my Friends (The Beatles)
"Would you believe in love at first sight,
Yes I’m certain that it happens all the time."
OK, þegar ég sá fyrst upptökur frá Woodstock fékk ég svona 'Vá' moment alveg í hverju atriði liggur við en ég man ennþá eftir að hafa séð Joe Cocker taka With a Little Help from my Friends og fundist það óóótrúlega flott og gæsahúðarprovoking. Hrjúfa röddin á móti bakröddunum sem hljómuðu hálfpartinn eins og þær væru helíum blandaðar fannst mér bara æði pæði.
Og ég er ekkert ein um það - John og Paul sendu honum víst símskeyti til að segja honum að þeim hefði fundist flutningurinn flottur! Jahá - ekki slæmt það!
4. The Arcade Fire - Born on a Train (Magnetic Fields)
"And I've been making promises I know I'll never keep.
One of these days I'm gonna leave you in your sleep."
Eins og Win Butler gæti bara mögulega haft flottari rödd fyrir þetta lag?!? Shitzen kebaben hvað þetta er flott! Er búin að hlusta alltof oft á þetta og er bara ekki frá því að mér finnist þetta enn flottara en Magnetic Fields originalinn - sem þó er ofboðslega flottur!
3. Led Zeppelin - Babe, I'm Gonna leave You (Joan Baez)
"We gonna go walkin' through the park every day.
Come what may, every day "
Smááá munur á Joan Baez og Led Zeppelin útgáfunni. Las einhvern tíma að Jimmy Page hefði sagt að um leið og hann heyrði lagið fyrst með Joan Baez hefði hann bara verið inspired og ákveðið svo að gera sína eigin útgáfu af laginu. Honum tókst svona líka fáranlega vel til :)
2. Johnny Cash - Hurt (Nine Inch Nails)
"I wear this crown of thorns,
upon my liars chair,
full of broken thoughts,
I cannot repair."
Jájá, ég trúi Trent Reznor alveg þegar hann syngur þetta - hann á voða bágt, er frekar mikið grey og mér finnst originallinn óóótrúlega flottur. En þegar Johnny Cash syngur þetta fær maður eiginlega bara gæsahúð og pínu sting í magann. Úff!
Og já, hverjum hefði dottið í hug að Johnny Cash myndi covera Nine Inch Nails?!?
1. Aretha Franklin - Respect (Otis Redding)
"All I'm asking
Is for a little respect when you come home (just a little bit)"
Sama lag, nokkurn veginn sami texti, 100% viðsnúningur á meiningu! Ekki nóg með að lagið sé bara fáranlega flott í þessum flutningi heldur er bara svo ótrúlega flott hvað henni tekst að snúa meiningunni við - úr respect fyrir Otis Redding þegar hann kemur heim yfir í respect fyrir fr. Franklin þegar 'hann' kemur heim til hennar. Sheezh - fær fyrsta sætið út á að vera girl power lag dauðans! ;)
Og eitt honourable mention - þó ekki væri nema bara út á Empire Records atriðið sem ég gat horft á á repeat þegar ég var 13 ára eða e-ð: Flying Lizards útgáfan af Money. Vá hvað það er búið að vera í miklu uppáhaldi síðan ég sá myndina...það er alveg hálf ævi mín síðan eða e-ð...that's crazy!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment