5. Dazed And Confused - Hurricane með Bob Dylan
Matthew McConaughey slengir upp hurðinni á The Emporium og gengur inn eins og hann eigi staðinn. Hvernig nokkur getur verið svona kúl í níðþröngum bleikum gallabuxum er alveg beyond me.
4. Natural Born Killers - Sweet Jane með Cowboy Junkies
Mér fannst þessi mynd svona dálítið misjöfn en þessari senu gleymi ég aldrei. Gæðin á myndbandinu eru ömurleg btw.
3. Easy Rider - Born To Be Wild með Steppenwolf
Byrjunarsenan í myndinni og þeir fara eftir þjóðveginum á chopperunum sínum. Þegar ég hugsa um Easy Rider hljómar Born To Be Wild í hausnum á mér og þegar ég heyri Born To Be Wild þá sé ég þessa senu fyrir mér í huganum. Fullkomin pörun.
2. Wayne's world - Bohemian Rhapsody með Queen
Þetta er bara algörlega ógleymanlegt atriði sem er löngu orðið klassískt. Foxy Lady senan með Garth er líka alveg óborganleg en þetta hefur nú samt vinninginn í mínum huga.
1. Apocalypse Now - The End með The Doors
Þetta er svakalegasta opnunaratriði á mynd sem ég man eftir í augnablikinu. Algjör þögn fyrir utan hljóðið í þyrluspöðunum en massívar sprengingar og tortíming á skjánum... og undir hljómar "This is the end... beautiful friend".
Friday, July 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Góður listi maur!
Bohemian Rhapsody atriðið er svo ótrúlega mikil klassík! Ég á örugglega eftir að geta hlegið að því þegar ég er orðinn hundgamall!
Sterkur leikur með The End úr Apocalypse. Svo endar það líka heví vel þegar Martin Sheen byrjar á karatemúvunum og tekur trylling.
Post a Comment