Friday, July 27, 2007

Topp 5 bíólög - Krissa

Vááá hvað þetta er erfitt val! Öll tónlist úr öllum myndum ever?!? Jimminy! öll lögin úr Nightmare Before Christmas, Hip to be Square úr American Psycho, hálft soundtrackið úr Trainspotting, Amélie myndin eins og hún leggur sig, Northern Sky úr Serendipity, If You Want Blood og Money úr Empire Records, Dry the Rain úr High Fidelity, Bang Bang úr Kill Bill, helmingur 80s soundtracksins úr Donnie Darko, Tiny Dancer í Almost Famous, Bohemian Rhapsody í Wayne's World, Stuck in the Middle úr Reservoir Dogs, Blower's Daughter í Closer, ...allt frábær lög sem gera góð atriði enn betri...og á maður svo bara að geta valið?!?

En, uppi standa 5 unbelievably girly movies, 5 atriði og 5 lög sem ég get horft&hlustað á út í hið óendanlega...

5. The The - This is the Day úr Empire Records
"All the money in the world
Couldn't bring back those days.
You pull back the curtains, and the sun burns into your eyes,
You watch a plane flying across a clear blue sky."

Lokaatriðið í Empire Records er bara búið til fyrir 14 ára stelpur...eins og ég var þegar ég sá myndina fyrst. Vinna í ógó pógó skemmtilegri plötubúð með tveimur alltof sætum strákum, skemmtilegri tónlist og berjast gegn því að vondi vondi eigandinn selji einhverri vondri keðju búðina? Enda svo á því að halda stórt party, vinna vonda kallinn og fagna uppi á þaki með bestu vinkonunnin og sætu strákunum...dansandi við The The? Gerist bara ekkert betra! :)



4. Bob Dylan - Most of the Time
"I can follow the path, I can read the signs,
Stay right with it, when the road unwinds,
I can handle whatever I stumble upon,
I don't even notice she's gone,
Most of the time."

Eitt af uppáhalds Dylan lögunum mínum. Atriðið væri bara ekki nálægt því að vera jafn flott ef eitthvað annað lag hljómaði undir! Og alltaf þegar ég heyri Most of the Time minnir það mig á Rob í rigningunni...búhú

3. The Knack - My Sharona úr Reality Bites
"Never gonna stop, give it up, such a dirty mind.
Always get it up for the touch of the younger kind.
My my my my woo...M M M My Sharona..."

Æjj svooo gaman! Í hvert einasta skipti sem ég heyri þetta lag minnir það mig á 7-11 atriðið í Reality Bites þar sem Winona Ryder og Janeane Garofalo biðja afgreiðslugaurinn að hækka í útvarpinu og dansa svo á fullu meðan Ethan Hawke horfir afsökunaraugum á hann. Mann langar alltaf mest að vera með, dansa kjánalega dansinn og smoocha svo Ethan Hawke í rest myndarinnar múaha



2. Donovan - Colours úr Rules of Attraction
"Yellow is the color of my true love's hair
In the morning, when we rise "

Eitt af uppáhalds uppáhalds uppáhalds atriðunum mínum! Tvískipt meðan þau eru að vakna, labba í skólann, inn ganginn...og rennur svo saman þegar þau hittast. Augnaráðið...pínu smirk-ið á 'Dawson' og þegar hún tekur sólgleraugun af nefinu á honum. Og atriðið er enn betra því Colours smellpassar undir!



1. The Shins - New Slang úr Garden State
"Dawn breaks like a bull through the hall,
Never should've called.
But my head's to the wall and I'm lonely."

Ekki nóg með að The Shins séu búnir að vera í ofboðslegu uppáhaldi hjá mér síðan Oh Inverted World kom út og að New Slang sé eitt af uppáhalds lögunum mínum í heiminum heldur er Garden State ein af uppáhalds uppáhalds myndunum mínum! Ef þessu er svo blandað saman við brilliant atriði með Natalie Portman og Zach Braff fæst frábær blanda...þar sem myndin og lagið njóta sín bæði 100%
"You gotta hear this one song, it'll change your life I swear." ahhh yeees!

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

My Sharona atriðið er svo gott! Svo er Donovan lagið virkilega vel notað í Rules