Friday, July 6, 2007

Topp 5 lög undir 2 mínútum - Vignir

Þegar ég var að byrja á þessum lista var ég dálítið fastur á því að það væru ekki til mörg góð lög undir 2 mínútum. Það eru til ótrúlega mörg góð lög undir 2 og hálfri og ég hélt að ég væri að fara að ramba á einhvern alheims sannleika um að maður þyrfti meira en 2 mínútur til að gera gott lag. Ég komst sem betur fer að því að svoleiðis er ekki satt og Jello Biafra hefur alveg eitthvað fyrir sér í þessum málum.

5. The Distillers - Sing Sing Death House
Maður verður að byrja á pönklagi, ekki satt?!? Hérna er aðeins nýlegra pönk með hinni vanmetnu og allt of lítt þekktu(í Evrópu allavega) The Distillers sem virðist nú samt hafa lagt upp laupana. Mikil reiði hér og allt spilað hratt
I believe i will open up
For all my rage will surely come undone
Sing Sing Death House!

4. Yann Tiersen - J'y suis jamais all
Tónlistin í myndinni Amelie er með því betri sem að ég þekki og fær hún oft að spilast hjá mér. Þetta lag nær að troða tónlistinni og myndinni inn í eitt lag og gerir það undir 2 mínútum.
Fegurðin, tilfinningarnar og þessi París sem að maður hélt að væri ekki til í alvörunni en er bara víst til, hún felur sig bara. Hún bíður í skjóli og birtist svo á vorin þegar sólin er alveg að setjast.

3. The White Stripes - Let's Build a Home
Fell in Love With a Girl er reyndar líka undir tveimur mínútum en þetta lag er uppáhalds White Stripes lagið mitt þessa dagana eftir að ég uppgötvaði þessa vídjóklippu af systkinunum að spila hjá meistara Conan.



2. The Libertines - Arbeit Macht Frei
Eins og einn gagnrýnandi sagði um plötuna The Libertines: "...Nice demos lads, when will the album be ready?..."
Þetta lag er einmitt alveg ótrúlega hrátt og fyrsta upptakan hefur örugglega verið notuð. Sem betur fer, því hún er bara alveg nógu góð.
Her old man
He don't like blacks or queers
Yet he's proud we beat the nazis?
(How queer...)

1. The Ramones - Judy is a Punk
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar listi með lögum styttri en 2 mínútum var nefndur var Ramones. Þessi hljómsveit var þekkt fyrir að halda klukkutíma tónleika og spila þar kannski 30-40 lög eða svo. Judy is a Punk er klassískt Ramones lag og sýnir nokkuð vel melódíupælingarnar sem Ramones voru í og áhrifin frá Beach Boys og fleirum.

2 comments:

Kristín Gróa said...

Úff ég verð að vera ósammála þér með The Distillers, finnst þau ekkert spennandi. Sá þau einu sinni live og það var svaka kraftur í þeim en ég var bara ekki að fíla þetta. Brody Dalle er náttla svakaleg en það er annað mál...

Kristín Gróa said...

... annars two thumbs up! :D