Friday, July 13, 2007

Topp 5 cover lög - Zvenni

Common People - William Shatner
Meistari hins mælta orðs að gera skemmtilega hluti (þetta er ekki grín). Með aðstoð Ben Folds sem stýrir upptökum og Joe Jackson (sem er betur þekktur fyrir "Is She Really Going Out With Him?" og að vera dyggur mótmælandi reykingarbanna í Ameríku og Bretlandi) sem syngur með honum nær hann að kreista út afbragðs ábreiðulag. Á tvímælalaust heima með öðrum snilldar "spoken word" koverlögum hans eins og "Rocket man", Mr. Tamborine Man” og "Lucy in the Sky With Diamonds".


I Put a Spell on You - Marilyn Manson
Heyrði þetta lag í Lost Highway. Átti originalinn með Screamin' Jay Hawkins fyrir. Þó ég sé ekki mikill Marilyn Manson aðdáandi finnst mér þetta ansi mögnuð útgáfa. Sweet Dreams koverið þeirra var einnig flott, Dáleiðandi lag frá fyrsta trommutakti til síðasta jajaja.

Friday on My Mind - David Bowie
Massíft föstudagslag samið af ástralska rokkbandinu The Easybeats árið 1966 en Bowie tók það á koverplötunni sinni Pin Ups (1973). Á henni tekur hann uppáhaldslögin sín með böndunum sem hann sá á The Marquee á árunum 1964 til 1967. Besta Bowie platan sem ég hef heyrt.


Din Hund - bob hund
Hressileg Live útgáfa bob hund af Stooges laginu "I Wanna be Your Dog" og auðvitað með sænskum texta.

Jag år så utflippad jag vill ha dig hår
På mitt rum jag vill ha dig dår
Nu skall det bara vara jag och du
På min favoritplats ligger jag nu

Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Kom igen!



Vorkvöld í Reykjavík – Gildran
Texti Sigurðar Þórarinssonar við lag Evert Taube og upprunalega flutt af Ragga Bjarna að ég held. Hér í flutningi AC/DC Ísland= Gildrunni. Með flottari ábreiðum sem ég hef heyrt. (hélt reyndar lengi vel að “Love Hurts” væri líka með Gildrunni…).
Allaveganna,,,

Akrafjall og skarðsheiði eins og fjólubláir draumar ,
ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
Reykjavík… Reykjavík… Reykjavík… Reykjavíííííííííík…

No comments: