Tuesday, October 2, 2007

José González


Hinn argentísk-ættaði-en-sænsk-fæddi José González var að gefa út sína aðra plötu í síðustu viku sem nefnist In Our Nature. Ég hlustaði reyndar aldrei á fyrri plötuna hans, Veneer, í heild sinni en líkaði þó það sem ég heyrði nógu mikið til að fara alein á tónleikana sem hann hélt á NASA á sínum tíma. José hefur tekið ófáar ábreiður af þekktum lögum og ég man að þegar hann tók Massive Attack lagið Teardrop á þessum tónleikum þá fannst mér eins og það hlyti að vera flottasta cover allra tíma. Ég fékk allavega gæsahúð uppúr og niðrúr. Þetta lag er einmitt á nýju plötunni og er enn alveg rosalega flott. Hans eigin lög eru líka alveg pottþétt og á nýju plötunni er ég sérstaklega hrifin af laginu Killing For Love.

José González - Teardrop
José González - Killing For Love

No comments: