Friday, October 5, 2007

Topp 5 byrjunar trommutaktar - Kristín Gróa

5. Bow Wow Wow - C30 C60 C90 Go!

Nýbylgjusveitin Bow Wow Wow með hina barnungu Annabella Lwin í fararbroddi voru mikið fyrir trumbuslátt og hér er hann í aðalhlutverki. Mér hefur alltaf fundist þetta skondna lag um að taka tónlist upp á kassettu alveg ferlega hressandi.

It used to break my heart when I went in your shop
And you said my records were out of stock
So I don't buy records in your shop
Now I tape them all, 'cause I'm Top of the Pops!


4. Wolf Parade - You Are A Runner And I Am My Father's Son

Það er ekki það að trommurnar séu eitthvað sérlega flóknar heldur eru þær svo ákveðnar og halda laginu gjörsamlega uppi. Þetta er fyrsta lagið á plötunni og virkar á mig sem svona "HEI VIÐ ERUM BYRJAÐIR AÐ SPILA!" og þá er ekkert annað að gera en að hlusta. Að byrja fyrstu plötuna sína svona er bara alveg ótrúlega svalt múv.

3. Animal Collective - The Purple Bottle

Eitt besta lagið á hinni stórgóðu Feels byrjar á hressum og óvenjulegum trommuslætti sem brýst svo auðvitað út í allsherjar rugl og skemmtilegheit.

2. The Knack - My Sharona

Ég held að fátt segi meira "komum okkur í stuðið og dönsum eins og kjánar!" heldur en upphafstakturinn í þessu lagi. Bara það að allir þekkja lagið samstundis um leið og trommurnar byrja er næg sönnun þess að þetta lag á erindi á listann.

1. Bauhaus - Bela Lugosi's Dead

Fyrsta smáskífa og án efa þekktasta lag bresku gothrokkaranna í Bauhaus byrjar á svalasta og mest eery takti sem ég hef heyrt. Fyrstu tvær mínúturnar er mest lítið í gangi nema þessi taktur og að mínu mati setur það algjörlega tóninn fyrir þetta drungalega lag.

No comments: