Á þeim stutta tíma sem ég hafði til að hræra saman í þennan lista rakst ég á ótal lög sem komu til greina, ég hefði til dæmis getað fyllt hann með Led Zeppelin lögum en ákvað að gera það ekki:P Þetta var algjör hausverkur og helst hefði ég viljað gera topp 20 lista en það er víst bannað. Ég er að gleyma fullt af lögum sem eiga heima hérna en þessi lög komu fyrst upp í hugann á mér:
5. Judith – A Perfect Circle (Josh Freese)
Ekki margar nótur en smellpassar við lagið....góður pungur í þessu!!!
(Vert er að geta þess að ég var mjög ánægður með að finna APC lag sem átti skilið að vera á listanu þar sem ég fann því miður ekkert lag með Meat Loaf , Creed eða Dave Matthews Band til að pirra Kristínu ;) )
4. Ticks & Leeches – Tool (Danny Carey)
Frantic tribal bít sem byrjar þetta lag og setur upp það sem koma skal. Töff!!!
3. Sunday Bloody Sunday – U2 (Larry Mullin Jr.)
Mjög töff bít hjá honum Larry kallinum, smekklegur að vanda. Frábær byrjun á frábæru lagi.
2. Rock and Roll – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Það er nú eiginlega skylda að hafa þetta lag á listanum...klassík.
1. When The Levee Brakes – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Þetta grúv er bara svo feitt að það verður að vera í fyrsta sætinu...eitt flottasta grúv ever!!!
Lög sem ég hefði gjarnan vilja setja á listann en hafði ekki pláss fyrir eru t.d. D’yer M’aker með Led Zeppelin, það og Hey Johnny Park með Foo Fighters eru þannig að maður getur ekki annað en lofttrommað við þau. Ants Marching með Dave Matthews Band, hverjum hefði dottið í hug að spila bara þrjú backbeat slög sem intro að lagi???!!! Welcome to the Fold með Filter...annað intro sem er mjög stutt en svínvirkar...Kooks On Parade með Stanton Moore, New Orleans street beat sem fær mann til að hrista á sér rassinn um leið og maður heyrir það. I Got Cash með The Brooklyn Funk Essential, það intro er með jafn mikið attitude og söngvarinn í laginu. Light My Fire með The Doors, bara eitt sneriltrommuslag, ekkert fancy en töff...og síðast en ekki síst Shadows In The Rain með The Police, Steward Copleland með mjög svo smekklegt stöff á hi-hattinn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment