Wednesday, October 3, 2007
Nellie McKay
Ég veit ekki alveg hvernig á að skilgreina tónlist Nellie McKay en ef ég ætti að reyna þá dettur mér í hug að kalla hana einhverskonar pólitíska djass- og söngleikjaskotna Fionu Apple en það er samt frekar tæp lýsing. Hún var að gefa út nýja plötu sem heitir Obligatory Villagers og hefur verið að fá svona tæplega þokkalega dóma fyrir hana hjá bæði Pitchfork, Rolling Stone og PopMatters. Burtséð frá því öllu þá finnst mér lagið Identity Theft ferlega skrítið og skemmtilegt. Ég læt líka fylgja með lag af síðustu plötu sem var í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem stúlkan ræðst á dýratilraunir Columbia háskóla.
Nellie McKay - Identity Theft
Nellie McKay - Columbia Is Bleeding
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment