Verð að viðurkenna að ég þekki ekki svo mikið af böndunum sem spila á hátíðinni, en hér er listi yfir þau sem ég kannast við eða vekja áhuga minn...
Skátar
Hef lengi verið á leiðinni að sjá þetta band á tónleikum, sá þá síðast fyrir 2 eða 3 árum. Vona að ég nái að tjekka á þeim núna.
of Montreal
Hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu bandi, fíla venjulega ekki svona tónlist en Topp5félagsskapurinn hefur átt sinn þátt í að grafa undan elektróskotnum artípoppfordómum mínum.
My Summer as a Salvation Soldier
Sá kappann og bandið hans í gær, fín þunglyndis-rólyndis músík, enduðu þó á háværari nótunum sem var skemmtilegur bónus.
Deerhoof
Þetta band fellur í sama flokk og of Montreal í mínum eyrum en hlakka til við að takast á við þröngsýni mína.
The Duke Spirit
Sá þau reyndar líka í gær og voru ansi góð. Flottar, einfaldar og beittar bassalínur með kraftmiklum söngi voru það sem heillaði mig, gítararnir fínir einnig, blönduðust soldið með trommunum í bakgrunnssurgi. Það gæti hafað truflað upplifun mína af bandinu að ég stóð beint fyrir framan söng- og bassaboxið og heyrði lítið í hinum hljóðfærunum en hei... heimurinn er eins og þú skynjar hann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment