5. !!! - Heart Of Hearts
Það er gaman að segja frá því að ég hafði ekki hugmynd um að söngvarinn væri löngu hættur að túra með hljómsveitinni fyrr en ég las frétt á mbl í vikunni um að hann væri endanlega farinn og hættur. Einhverra hluta vegn minnkaði löngunin í að sjá hljómsveitina allsvakalega við þessar fréttir enda hef ég heyrt að maðurinn sé snargeðveikur á sviði. Ég er ekki alveg búin að gera þetta upp við mig ennþá en lagið er allavega ótrúlega gott.
4. Ólöf Arnalds - Við og við
Ég sleppti því reyndar að sjá Ólöfu í gærkvöldi því ég er nýbúin að sjá klukkutíma langt sett hjá henni á Reyfi og vildi heldur nýta tímann í að sjá eitthvað nýtt. Ég var reyndar mjög hrifin af þeim tónleikum og þetta lag greip mig strax þó ég hefði þá aldrei heyrt það áður.
3. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
Ég er svo úr sambandi við íslenskan veruleika að ég var nú bara að heyra þetta lag í fyrsta skipti fyrir tveimur vikum. Ég heyrði svo auðvitað eftir á að þetta væri víst bara vinsælasta lag ársins eða eitthvað álíka. Svona er að vera viðutan plebbi sem hlustar ekki á útvarp. Get with the times missy! Já en ég fatta allavega vinsældir lagsins því það er mjög fallegt og textinn angurvær og á svona líka skýrri íslensku.
2. Deerhoof - You Can See
Það er nú dálítið erfitt að velja eitt Deerhoof lag til að setja á lista en þar sem þetta er lagið sem breytti mér úr Deerhoof hatara í Deerhoof elskara þá fær það heiðurinn. Ég verð nefnilega að viðurkenna að fyrir margt löngu halaði ég niður nokkrum Deerhoof lögum (þetta var stuttu eftir að Apple O' kom út) og fyrsta lagið sem ég hlustaði á var Panda Panda Panda sem fyrir óþjálfuð eyru hljómar frekar... tjah... spes. Ég var því miður greinilega frekar þröngsýn á þessum tíma því kallaði þetta bull og vitleysu og sór að eyða tíma mínum ekki í að hlusta á þessa þvælu. Ég var svo einhverntíma að býsnast yfir þessu við bróður minn þegar hann fiktaði eitthvað í iPodnum sínum, tróð heyrnartólunum í eyrun á mér og sagði "hlustaðu á þetta, þá fílarðu Deerhoof". Lagið var You Can See og hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér... eftir þetta hef ég fílað Deerhof.
1. of Montreal - A Sentence Of Sorts In Kongsvinger
Það ískraði í mér af kæti þegar ég heyrði að of Montreal yrðu á Airwaves þetta árið. Platan þeirra Hissing Fauna, Are You The Destroyer? er ein af plötum ársins og örugglega sú sem ég hef hlustað mest á síðustu mánuði. Ég hafði aðeins heyrt eitt gamalt lag með sveitinni áður en þegar platan fékk svona góða dóma þá pantaði ég hana um hæl og fékk hana nýpressaða í hendurnar nokkrum dögum síðar. Ég veit ekki við hverju ég bjóst en ekki þessu. Ég hef sagt það oft og ég mun segja það aftur að ég skil ekki hvernig er hægt að láta eymd og einmanaleika hljóma svona poppað og skemmtilega. Ef það er eitthvað sem ég ætla að sjá á Airwaves þetta árið þá er það þessi sveit.
Friday, October 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment