Friday, October 10, 2008

kreppulög Árna

REM – It´s the end of the world as we know it

Þetta byrjaði með jarðskjálfta í sumar, flugvélafyrirtækið XL Leisure fór á hausinn og fellibyljir dundu á Ameríku.

Skuggaleg ófreski hjá REM-verjum

Spilverk þjóðanna – Ferðabar

Þetta lag hefur allt sem einkennir íslenska peningahyggju: hjólhýsi, yfirvinnu, Spánar orlof, blokkaríbúð, grafíklistaverk, húsbyggingar, stress, tékkar, svefnvana nætur, skattar, skuldir já og að sjálfsögðu sjómannalíkingar...einn ég ræ!

Sex Pistols – Anarchy in the UK

Gordon Brown nýtur einskis trausts meðal Breta, Verkamannaflokkurinn mælist með minnsta fylgi í meira en áratug, aldnir breskir bankar fara á hausinn, breski herinn að hrökklast út úr Írak. Það ríkir ringulreið í Bretlandi...hvað er til ráða?

Það er óbrigðult ráð hjá pólitíkusum stórra ríkja að ef illa gengur þá skal beina athygli landsmanna að einhverju smáríki sem engu máli skiptir og refsa því með offorsi. Hvað getur smáríkið gert? Hótað viðskiptabanni? Farið í stríð?

Mýmörg dæmi um þetta, hvalveiðibannið á níunda áratugnum, Múhameðsteikningar Jyllandsposten og nú íslenskar bankabækur.

Ísland er litli astmaveiki og nærsýni krakkinn á rólóvelli heimsins.

Bruce Springsteen – Glory Days

Eftir svona áratug verð ég staddur á Kanaríeyjum og ég ráfa af einhverri rælni inn á karókíbar og þar mun ég sjá Bjarna Ármanns, Björgúlf, Jón Ásgeir og Hannes Smára blindfulla, í sandölum og svörtum sokkum syngjandi Glory Days. Út í horni liggur svo Welding fram á borðið, búinn að lita hárið blásvart en með sentimeters rót í hvirfli.

Leonard Nimoy – A Visit to a Sad Planet

Nýtt Þorskastríð er að hefjast, rússneski björninn er farinn að liðka krumlurnar, loftlagshlýnun, heimskautin bráðna, bygging tónlistarhússins í uppnámi...þetta stefnir allt á einn veg.

Framtíðin mun syrgja okkur...

No comments: